Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 85
88
verið bannfærðir af erkibiskupi 1280 eða 1281.53 Þeir stóðu því utan kirkju
sem þýddi að þegar Andrés lést var óheimilt að veita honum kirkjulega
útför og leggja í vígða mold.54 Það átti þó aðeins við að því tilskildu að
bannsetningin væri lögleg. Útför Andrésar í Postulakirkjunni virðist hafa
verið opinber yfirlýsing höfðingja um að þeir hefðu bannsetningar kirkj-
unnar að engu. Með henni var komið á framfæri skilaboðum um að kirkja
hefði ekki afl til að fram fylgja dómsvaldinu sem hún taldi sig eiga; í raun
sögðu höfðingjarnir með þessu að bannfæring Andrésar sem fallið hafði
samkvæmt nýju kirkjulögunum væri ógild, enda væru lögin það einnig.
Í beinu framhaldi af lýsingu á jarðarförinni segir í bréfi Lofts að kon-
ungur hefði stefnt prestum til sín og sett þeim afarkosti; annað hvort við-
urkenndu menn að nýju lögin væru ógild og fylgdu gömlu lögunum eða
yrðu gerðir útlægir úr löndum hans (94). Loftur spáði að ríkisráðið myndi
láta hið sama ganga yfir Ísland og hvatti Árna biskup til að beygja sig fyrir
konungsvaldinu (94). Það hallaði því sannarlega á kirkju valdið veturinn
1282–1283.
Hólabiskup og alþjóðlegt samhengi
Loftur ritaði Árna annað bréf sem virðist hafa borist til Skálholtsbiskups á
sama tíma. Þar segir hann frá því að Jörundur Hólabiskup, sem einnig var
staddur í Björgvin þennan vetur, hafi brugðist vel við skipun konungs um
að taka aftur upp gömlu kirkjulögin og hafist handa við að skila kirkna-
eignum til leikmanna. Brá Árna í brún við þær fréttir (94–95).
Hlutverk Árna í framgangi stjórn skip un ar breytinganna hafði á undan-
gengnum árum verið langt umfram það sem Hólabiskup lék og kemur það
hvað skýrast fram í því að lögbók kirkjunnar á Íslandi frá 1275 sem oft er
nefnd kristinréttur hinn nýi, er einnig kennd við hann og þá kölluð krist-
inréttur Árna. Það að Jörundur léti undan konungsvaldi þýddi að Árni stæði
einn íslenskra og norskra biskupa eftir í baráttunni við veraldarhöfðingjana.
53 Regesta Norvegica, bréf nr. 286. Í registri Fornbréfasafns er Andrés sagður hafa látist
1281, DI II 880. Dánarár hans er þó á reiki og ýmist talið 1280, 1281 eða jafnvel
síðar. Árna saga kann að vera skásta heimildin um hvenær dauða hans bara að, en
fyrir því liggja ekki heimildir aðrar en að ljóst er að hann er fallinn frá skömmu
eftir þennan tíma, en réttað var um sakir Bjarna af Giska að honum fjarverandi
árið 1291, Diplomatarium Norvegicum III, bréf 30, bls. 29, sótt 5. apríl 2018 af
Dokumentasjonsprosjektet, http://www.dokpro.uio.no/. Útdráttur úr bréfinu í DI II
bls. 278.
54 Um orð og orðasambönd sem höfð voru um bannfæringu, sjá Láru Magnúsardótt-
ur, Bannfæring, bls. 44–48.
Lára Magnúsardóttir