Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 44
46
aði upphaflega í óvænt banatilræði, þar sem vanalega voru svik, áður en
orðið fór að eiga við óvænt veisluhöld, sem, eins og þeir vita sem hafa lent
í, geta verið eins taugastrekkjandi og vopnuð árás; maður verður að þykjast
hissa og breiða yfir pirringinn).16 ótti er fyrst og fremst ótti við náungann,
ekki við guði eða djöfla.
Til þess að geta sagt til um það hvort liðsöfnuður sem nálgaðist hefði
gott eða illt í hyggju, sérstaklega í heimi þar sem engin voru gleraugun,
voru þær byrðar lagðar mönnum á herðar að finna aðrar leiðir til þess að
greina fjandsamlegar fyrirætlanir eða, og ekki síður, til þess að draga úr tor-
tryggni annarra sem þeir nálguðust sjálfir. Til eru þeir sem telja að vígamenn
Íslendingasagnanna hafi notað litamerkingar til að gefa ráðagerðir sínar til
kynna. 17 Ég er ekki viss um að ég geti tekið undir það, en þeir trúðu því að
ef fólk bar að úr þessari átt frekar en hinni væri það merki um góðan eða
slæman ásetning. Litlu svipbrigðin sem skiljast frá degi til dags sem merki
um hlýju eða gremju hafa líklega komið að mismiklu gagni nema í návígi,
allt eftir því hversu góð eða slæm sjónin var. Svo er ekki heldur aðeins ógn-
andi að sjá flokk manna, því að ekki var við góðu að búast af þeim sem reið
einfara: grunur vaknaði um að sá væri þjófur eða útlagi.
Í engilsaxneskum lögum frá níundu og tíundu öld, og í germönskum
lagabálkum á meginlandinu, má greina tvö megináhyggjuefni: ógnina sem
stafaði af annars vegar einförum sem lög náðu ekki til – þjófnum – og hins
vegar höfðingjanum á reið með flokki sínum. Annar olli ugg af því að hann
var einsamall, hinn af því að hann var það ekki. 18
16 Sbr. „surprise“, Oxford English Dictionary (OED), sótt af https://public.oed.com/?-
post_type=page&s=surprice. Í engil-normanskri frönsku vísaði orðið einnig til
hernaðar, sérstaklega næturárása, fyrirsáta eða ránsferða. Sjá L’Histoire de Guillaume
le Maréchal, ritstj. Paul Meyer, París: Société de l’histoire de France, 1891, bls
400−411, tilvísun fengin frá John Gillingham, „War and Chivalry in the History of
William Marshal“, Richard Coeur de Lion: Kingship, Chivalry and War in the Twelfth
Century, London: Hambledon Press, 1994, bls. 227−241. Ég vil vekja athygli á
eftirfarandi setningu: „Launráð skírskota til þess þegar maður ræðst á mann með
þeim hætti að fórnarlambið getur ekki séð árásina fyrir [...] eða þegar maður ræðst
óvænt á fórnarlamb sitt þegar það getur ekki varið sig.“ Li livres de Jostice et de Plet,
ritstj. Pierre-Nicolas Rapetti og Polycarpe Chabaille, Collection de Documents
Inédits sur l’Histoire de France, París: Firmin Didot, 1850, bls. 297 (þakkir fær
Steven White fyrir ábendingu um þessar heimildir).
17 Dæmi um það er að finna í 6. kafla í Ljósvetninga sögu. Sjá Theodore M. Andersson
og William Ian Miller, Law and Literature in Medieval Iceland, bls. 141.
18 Sjá William Ian Miller, Eye for an Eye, bls. 230.
WIllIaM Ian MIller