Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 124
145
sett til að sporna við kynferðisbrotum. Hér verður reynt að sýna fram á að
í skáldsögunum Kötu og Góðu fólki sé markvisst fjallað um getuleysi hins
íslenska réttarkerfis andspænis kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og
gefin dæmi um ólík viðbrögð einstaklinga við því ástandi. Rétt eins og í
hefndarkvikmyndum ganga viðbrögðin þvert á lög réttarríkja en óljóst er
hvort þau geti talist hetjudáð.
kata: Réttlæting hefnda
Réttlætisgyðjan er tákn fyrir vinnubrögð dómstóla og er sjálf hlaðin tákn-
um: hún er með hulu fyrir augum sem táknar jafnræði frammi fyrir lögum
og gefur til kynna að sá sem mætir fyrir rétt verði ekki dæmdur eftir útliti,
hörundslit, kyni eða stétt. Í annarri hendi heldur hún á vog sem táknar að
hvert mál verði vegið og metið af nákvæmni og með hinni heldur hún um
sverð sem táknar refsingu. Í umfjöllun um refsingar og hefndir afbyggir
William ian Miller réttlætisgyðjuna og segir hið augljósa: að blind gyðjan
sjái ekki á vogina og geti því ekki vegið og metið málin sem liggja fyrir, en
auk þess þarf vart að hræðast sverð þess sem sér ekki neitt. Þannig sýnir
Miller með táknrænum hætti fram á innbyggða vankanta á réttarkerfum
og bætir jafnframt við að slíkt hið sama geti listamenn gert.18 Á bókarkápu
skáldsögunnar Kötu er mynd af konu sem virðist algjör andstæða réttlæt-
isgyðjunnar: hún starir beint fram fyrir sig, blóði drifin í andliti, maskarinn
18 William ian Miller, Eye for an Eye, New York: Cambridge University Press, 2006,
bls. 1. Í þessari bók veltir Miller fyrir sér samfélögum endurgjaldsrefsinga (e. talion
culture) sem voru við lýði í Babýlón, Palestínu og Róm til forna, ásamt Íslandi á
þjóðveldisöld. Endurgjaldsrefsingar, „lex talionis“, byggðu á einfaldri réttlætisskil-
greiningu: sá sem fremur glæp sem veldur öðrum skaða skal gjalda fyrir með því að
þola sama skaða af hendi brotaþola – eða eins og það er orðað í Gamla testament-
inu: „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“. Miller líkir þessu við viðskipti og sér bæði
kosti og galla í slíku kerfi. Hann tengir líka réttlætisgyðjuna við viðskipti og segir
til dæmis að vog hafi upprunalega verið tákn markaða. Það má því segja að réttlæti
standi á sama óstöðuga grunni og viðskipti sem eiga allt sitt undir mannlegum
gildum, þrá og breyskleika. Miller bætir við að listamenn geti sýnt fram á að réttlæti
standi oft höllum fæti, til dæmis með því að teikna réttlætisgyðjuna með hallandi
vog. Það hefur margoft verið gert, t.d. má skoða styttu eftir einn þekktasta högg-
myndasmið Portúgala, Leopoldo de Almeida, sem stendur fyrir framan dómshúsið
í borginni Porto. Styttan er af réttlætisgyðju sem hefur tekið huluna frá augum og
látið vogina síga, en í staðinn heldur hún um sverðið og horfir beint fram. Almeida
sagði styttuna tákna nútímavæðingu réttarkerfisins en margir hafa túlkað styttuna
sem tákn um réttarviðhorf fasistastjórnar Antónios de Oliveira Salazar sem réð
ríkjum þegar styttan var reist árið 1960.
HEiMATiLBúið RéTTARkERFi