Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 124

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Side 124
145 sett til að sporna við kynferðisbrotum. Hér verður reynt að sýna fram á að í skáldsögunum Kötu og Góðu fólki sé markvisst fjallað um getuleysi hins íslenska réttarkerfis andspænis kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi og gefin dæmi um ólík viðbrögð einstaklinga við því ástandi. Rétt eins og í hefndarkvikmyndum ganga viðbrögðin þvert á lög réttarríkja en óljóst er hvort þau geti talist hetjudáð. kata: Réttlæting hefnda Réttlætisgyðjan er tákn fyrir vinnubrögð dómstóla og er sjálf hlaðin tákn- um: hún er með hulu fyrir augum sem táknar jafnræði frammi fyrir lögum og gefur til kynna að sá sem mætir fyrir rétt verði ekki dæmdur eftir útliti, hörundslit, kyni eða stétt. Í annarri hendi heldur hún á vog sem táknar að hvert mál verði vegið og metið af nákvæmni og með hinni heldur hún um sverð sem táknar refsingu. Í umfjöllun um refsingar og hefndir afbyggir William ian Miller réttlætisgyðjuna og segir hið augljósa: að blind gyðjan sjái ekki á vogina og geti því ekki vegið og metið málin sem liggja fyrir, en auk þess þarf vart að hræðast sverð þess sem sér ekki neitt. Þannig sýnir Miller með táknrænum hætti fram á innbyggða vankanta á réttarkerfum og bætir jafnframt við að slíkt hið sama geti listamenn gert.18 Á bókarkápu skáldsögunnar Kötu er mynd af konu sem virðist algjör andstæða réttlæt- isgyðjunnar: hún starir beint fram fyrir sig, blóði drifin í andliti, maskarinn 18 William ian Miller, Eye for an Eye, New York: Cambridge University Press, 2006, bls. 1. Í þessari bók veltir Miller fyrir sér samfélögum endurgjaldsrefsinga (e. talion culture) sem voru við lýði í Babýlón, Palestínu og Róm til forna, ásamt Íslandi á þjóðveldisöld. Endurgjaldsrefsingar, „lex talionis“, byggðu á einfaldri réttlætisskil- greiningu: sá sem fremur glæp sem veldur öðrum skaða skal gjalda fyrir með því að þola sama skaða af hendi brotaþola – eða eins og það er orðað í Gamla testament- inu: „auga fyrir auga, tönn fyrir tönn“. Miller líkir þessu við viðskipti og sér bæði kosti og galla í slíku kerfi. Hann tengir líka réttlætisgyðjuna við viðskipti og segir til dæmis að vog hafi upprunalega verið tákn markaða. Það má því segja að réttlæti standi á sama óstöðuga grunni og viðskipti sem eiga allt sitt undir mannlegum gildum, þrá og breyskleika. Miller bætir við að listamenn geti sýnt fram á að réttlæti standi oft höllum fæti, til dæmis með því að teikna réttlætisgyðjuna með hallandi vog. Það hefur margoft verið gert, t.d. má skoða styttu eftir einn þekktasta högg- myndasmið Portúgala, Leopoldo de Almeida, sem stendur fyrir framan dómshúsið í borginni Porto. Styttan er af réttlætisgyðju sem hefur tekið huluna frá augum og látið vogina síga, en í staðinn heldur hún um sverðið og horfir beint fram. Almeida sagði styttuna tákna nútímavæðingu réttarkerfisins en margir hafa túlkað styttuna sem tákn um réttarviðhorf fasistastjórnar Antónios de Oliveira Salazar sem réð ríkjum þegar styttan var reist árið 1960. HEiMATiLBúið RéTTARkERFi
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.