Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 17
18
uppruna og varla vel að sér í vestnorrænu skáldamáli. Konungur lét hins
vegar ótvírætt í ljós að hann hefði ekki vit á efninu því að hann sagði eftir
að hann hafði hlustað á Sturlu flytja kvæðið: „Spurt hefi ek, at Sturla kann
at yrkja.“25 Að kvöldi sama dags lét konungur kalla á Sturlu og bað hann
að kveða kvæðið sem hann hefði ort um föður Magnúsar, Hákon konung,
sem var þá í síðustu herferð sinni vestur í Orkneyjum. Þegar Sturla hafði
gert það er haft eftir konungi: „Þat ætla ek, at þú kveðir betr en páfinn.“
Sturla varð síðar hirðmaður konungs. „Hann orti mörg kvæði um Magnús
konung ok þá margfalda sæmð þar fyrir.“26
Skáldskapur var þannig eins konar farareyrir Íslendinga um aldir.
Konungar og jarlar voru sýnilega drýgstu kaupendur hans. En fyrir kom
að ort væri um ótignari menn. Íslendingurinn ÁsuÞórður orti þannig á
konungsárum Eysteins Magnússonar, 1103–1130, um lendan mann norsk
an, Víðkunn Jónsson, sem hafði reynst honum óvinveittur. Víðkunnur gaf
gullhring fyrir, ekki er tekið fram hve þungan, en Þórður afþakkaði gjöfina
og kaus frekar vináttu Víðkunns.27
Var líka markaður fyrir skáldskap á Íslandi? Örfá dæmi eru um að
skáld yrktu lofkvæði um Íslendinga. Ari Þorgeirsson, faðir Guðmundar
biskups góða, féll í ófriði austur í Noregi árið 1166, og orti Þorvarður
bróðir hans þá erfiflokk eftir hann.28 Ólafur Þórðarson hvítaskáld orti
drápu um Þorlák biskup helga og fór suður í Skálholt á föstunni 1237
undir því yfirskyni að hann vildi flytja drápuna. Erindið var þó í raun
inni að hitta Snorra Sturluson, föðurbróður Ólafs, vegna ýfinga innan
Sturlungafjölskyldunnar, en Snorri hafði þá vist á Reykjum í Ölfusi.29
Í Þórðar sögu kakala í Sturlungu eru tilfærðar nokkrar vísur úr drápu sem
SkáldHallur nokkur orti um Brand Kolbeinsson, höfðingja Skagfirðinga.
Þar segir frá síðasta bardaga Brands þar sem hann féll, í Haugsnesi 1246.30
Þá segir í Sturlungu að Sturla Þórðarson hafi ort erfidrápu, Þorgilsdrápu,
um Þorgils skarða Böðvarsson, bróðurson sinn. Eru birt í Sturlungu þrjú
erindi úr kvæðinu.31 Þessi íslensku kvæði eru því sýnilega öll ort eftir dauða
25 Sama rit II, bls. 233 (Sturlu þáttr, 2. kap.).
26 Sama rit II, bls. 234–235 (Sturlu þáttr, 2. kap.).
27 Morkinskinna II, Íslenzk fornrit XXIV, Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjóns
son gáfu út, Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag, 2011, bls. 108–109 (75. kap.).
28 Sturlunga saga I, bls. 121 (Prestssaga Guðmundar góða, 2. kap.).
29 Sama rit I, bls. 402 (Íslendinga saga, 121. kap.).
30 Sama rit II, bls. 73–74, 76–79 (Íslendinga saga, 41.–42. kap.).
31 Sama rit I, 517–518 (Íslendinga saga, 189. kap.); II, 113–114 (Þorgils saga skarða,
6. kap.).
Gunnar Karlsson