Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Blaðsíða 6
7
Grein Þórs var síðbúinn ávöxtur námskeiðsins en það má einnig ætla að
efnismikill eftirmáli Sveins Skorra við útgáfu hans af sögu Gunnars frá
1978, þar sem dómsmálið frá 1802 kemur nokkuð til tals, hafi einnig tekið
mið af samstarfi þeirra Þórs.9
Hluti af þeim íslensku og erlendu bókmenntaverkum sem hér hafa verið
nefnd voru viðfangsefni nemenda í námskeiðinu Bókmenntir og lög sem
Jón Karl Helgason kenndi á meistarastigi í íslensku við Háskóla Íslands
vorið 2016. Meðal gestakennara í námskeiðinu voru Helga Kress, prófess-
or emeritus í almennri bókmenntafræði, Ástráður Eysteinsson, prófessor
í sömu námsgrein, Björg Thorarensen prófessor við lagadeild Háskóla
Íslands og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari. Einnig heimsóttu
nemendur Hæstarétt og fræddust um starfsemi hans. Í framhaldi skipu-
lögðu Guðrún Baldvinsdóttir, Sólveig Ásta Sigurðardóttir og Einar Kári
Jóhannsson málstofu um lög og bókmenntir á ráðstefnunni NonFictionNow
sem fram fór í Reykjavík í júnímánuði 2017. Meginmarkmið námskeiðsins
og málstofunnar var að kanna og vekja áhuga á margháttuðum tengslum
lögfræðinnar við bókmenntafræði, sagnfræði og heimspeki. Markmiðið
með þessu þemahefti Ritsins er það sama en hér birtast fjórar frumsamdar
og tvær þýddar greinar þar sem lög og bókmenntir fléttast saman.
Í þremur þessara greina er sjónum beint að íslenskum miðaldabók-
menntum. Gunnar Karlsson sagnfræðingur fjallar um lög, siðareglur
og bókmenntatexta frá fyrstu öldum Íslandsbyggðar sem snerta annars
vegar á eignarétti höfunda á eigin textum og hins vegar þeim hömlum
sem tjáningu miðaldaskálda voru settar. Lára Magnúsardóttir sagnfræð-
ingur túlkar afmarkaða kafla í Árna sögu biskups í ljósi þeirra afdrifaríku
pólitísku breytinga sem urðu hér á landi á síðari hluta þrettándu aldar
með norsku konungsvaldi og vaxandi andlegu valdi kaþólsku kirkjunnar.
Þá er birt íslensk þýðing á nýlegri grein eftir William Ian Miller þar sem
greint er hvernig lykilpersónur úr Egils sögu, Njáls sögu og Sturlu sögu beita
ógnandi framkomu og hótunum í samskiptum við aðra. Höfuðáhersla er
lögð á lagaþrætur Hvamms-Sturlu Þórðarsonar og Páls Sölvasonar vegna
Deildartungumála.
Hin þýdda greinin er eftir tvo danska fræðimenn, bókmenntafræð-
inginn Karen-Margrethe Simonsen og lögfræðinginn Ditlev Tamm. Þau
fjalla um nóvelluna Præsten i Vejlbye (Vaðlaklerk) eftir danska nítjándu aldar
9 Sveinn Skorri Höskuldsson, „Um Svartfugl“, í Gunnar Gunnarsson, Svartfugl,
Reykjavík: Almenna bókafélagið, 1978, bls. 227−258.
LöG oG BóKMEnnTIR Í ÍSLEnSKU SAMHEnGI