Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 121

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar - 01.01.2018, Page 121
142 hengi er bandaríski fræðimaðurinn William ian Miller.11 Í greininni „in Defense of Revenge“ fjallar Miller ítarlega um hefndir á miðöldum, eins og þær birtast í Íslendingasögunum, og skoðar þær sem skilvirkt rétt- arkerfi sem byggir á heiðri. Hann er sammála Posner um að upphaf rétt- arkerfa megi rekja til hefnda, en samkvæmt Miller eru hefndir í fornsög- unum þó ekki endilega dæmi um það sem oft er kallað „villt réttlæti“; en það er stjórnleysi þar sem hvert víg leiðir til frekari víga. Hugmyndir manna um heiður og skömm voru meðal þess sem hélt hefndum í skefjum og settu vígamönnum ákveðin takmörk. Sá sem brotið var á varð jafnan fyrir álitshnekki og hafði þá tvo möguleika til að endurheimta heiður sinn: annars vegar að leggja málið í dóm til að reyna að fá brotamenn dæmda útlæga, og þar með réttdræpa, og hins vegar að leita hefnda sjálfur með mannvígum – en seinni kosturinn jók meira heiður viðkomandi. Í flestum Íslendingasögum er hefnd bæði hluti af samfélagsmynstrinu og persónu- legu lífi einstaklinga en sá sem ætlaði að rækja hefndarskyldu þurfti fyrst að fá fyrir henni samfélagslegt samþykki og að hafa fyrir henni lagastoð. Miller lítur á hefndina sem undirstöðuatriði í réttarvitund manna fyrr á tíð en bendir á að hún hafi í raun verið gerð brottræk úr nútímalögum. Í réttar kerfum samtímans sjá yfirvöld um að refsa þeim sem brjóta gegn samborgurum sínum og almennt er litið svo á að slík kerfi megi ekki stjórnast af hefnd. En Miller telur hefndarþörf mannsins þó ekki hafa horfið með tímanum heldur hafi henni einfaldlega verið fundinn annar og ósýnilegri farvegur. Hefndin er því oftast ógreinileg í daglegu lífi fólks en hún lifir ennþá í menningarlegum fantasíum, sérstaklega í kvikmyndum.12 Í seinni hluta greinarinnar ber Miller hefndarkerfi miðalda saman við hefndir í kvikmyndum og bendir á að samfélagsleg viðurkenning sé undir- staða hefnda í báðum tilvikum. Samkvæmt fornsögunum var hefnd tiltæk 11 Þekktasta verk Millers um hefnd er bókin Bloodtaking and Peacemaking en í henni fjallar hann ítarlega um réttarkerfi, hefndir og erjur eins og þær birtast í Íslend- ingasögunum. Sjá: William ian Miller, Bloodtaking and Peacemaking: Feud, Law, and Society in Saga Iceland, Chicago: University of Chicago Press, 1990. 12 William ian Miller, „in Defence of Revenge“, Medieval Crime and Social Control, ritstj. Barbara A. Hanawalt og David Wallace, Minneapolis: University of Minne- sota Press, 1999, bls. 70–89, hér bls. 70–79. Hafa ber í huga að í hinu engilsaxneska réttarkerfi, sem er bæði við lýði í Bretlandi og Bandaríkjunum, snýst réttlætið að nokkru leyti um að mæta þörfum brotaþola. Því er svo öfugt farið í germönskum réttarkerfum, eins og því íslenska, þar sem ríkisvald fer alfarið með dómsvaldið og úrskurðum er ekki endilega ætlað að samræmast hugmyndum sækjanda um rétt- læti. Einar Kári Jóhannsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221

x

Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritið : tímarit Hugvísindastofnunar
https://timarit.is/publication/1098

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.