Úrval - 01.06.1951, Blaðsíða 12
10
ÚRVAL
eftir voru þeir allir með snjó-
blindu.
Snjóblinda hefur jafnan verið
talin ein af ógnum norðurhjar-
ans, en Vilhjálmur hefur ekki
viljað viðurkenna hana frekar
en aðrar ógnir þessa heimshluta.
„Maður verður alls ekki blind-
ur,“ segir hann, „aðeins sár i
augunum“. Með því að útkom-
an verður í bili sú sama —
augun verða of sár til að unnt
sé að halda þeim opnum — urðu
þeir félagar að halda kyrru fyrir
í svefnpokum sínum næstu daga
með bundið fyrir augun. Þeg-
ar þeir risu upp aftur, urðu þeir
glaðir við að sjá margvísleg
merki um líf í nágrenninu. A
ferð sinni yfir ísinn og um vak-
irnar á fljótandi sleðanum, sáu
þeir marga seli og refi og jafn-
vel bjarndýrsspor. Vilhjálmur
var í sjöunda himni; kenning
hans um gnægð dýralífs í norð-
uríshafinu var nú óvéfengjan-
lega sönnuð. Og fyrst hér voru
bjarndýr, sehr og refir, hlaut
einnig að vera gnægð fiskjar í
sjónum.
Með hlýnandi veðri urðu vak-
imar rnilli jakanna stærri, og
24. maí sáu þeir félagar, að þeir
myndu ekki komast lengra. Þeir
voru staddir á rekísjaka um
f jórar fermílur að stærð og auð-
ur sjór á allar hliðar, fimm
mílna breitt þar sem mjóst var
sundið. En þótt þeir væru fang-
ar á jakanum, vora þeir ekki
matarlausir. Jakinn virtist vera
eftirsóttur samkomustaður
bjarndýra, og var Vilhjálmur
einu sinni hætt kominn í viður-
eign við eitt þeirra. Það lézt
vera dautt, eftir að hann hafði
skotið á það, en stökk á hann
þegar hann nálgaðist. Það ein-
stæða lán fylgdi Vilhjálmi, að
um leið og hann datt aftur á
bak, hleypti hann óvart skoti
úr riflinum og lenti það í höfði
bjarndýrsins. Oftar áttu þeir fé-
lagar í brösum við bjarndýr og
var stundum tvísýnt um úrslit.
Þeir félagar voru tvær vikur
á rekísjakanum. Stöðugt vofði
sú hætta yfir þeim, að jakmn
brotnaði í smærri parta og yrði
óbyggilegur, en samt héldu þeir
áfram vísindalegum athugunum
sínum, mældu sjávardýpið,
gerðu veðurathuganir og skoð-
uðu innan í kúttmaga til að sjá
á hverju fiskarnir lifðu. Vil-
hjálmur ákvað að yfirgefa jak-
ann eftir að stormur hafði bor-
ið þá svo nærri meginísnum, að
aðeins var einnar mílu sund á
milli. Þegar allur farangurinn
og þeir sjálfir voru komnir um
borð í bátssleðann, var hann svo
drekkhlaðinn, að hann tók inn
sjó við minnstu báru. Annar fé-
lagi Vilhjálms sagði seinna, að
ef sundið hefði verið 50 metr-
um breiðara, myndu þeir án efa
hafa sokkið. Þeir félagar voru
enn nokkrar vikur á leiðinni yf ir
ísinn til Noregseyjar, og urðu
að glíma við stórhríðar, biarn-
dýr, úfinn sjó og brestandi jaka.
Meðaldagleið þeirra var um tíu
mílur. En vindar og straumar