Úrval - 01.06.1951, Side 105

Úrval - 01.06.1951, Side 105
RAUÐA MYLLAN 103 að láta sig dreyma um Júlíu, hann afklæddi stúlkur í hugan- um, svaf illa og vaknaði þreytt- ur og úrillur á morgnana. Eitt kvöld, þegar hann gat ekki staðizt mátið lengur, ók hann til Brasserie Moncey við Clichytorg. Listamenn fóru sjaldan þangað. Það stóð við fjölfarna verzlunargötu og hvarvetna voru búðir og kaffi- hús. Þegar Henri kom inn í kaffi- húsið, sá hann strax, að hann hafði valið réttan stað. Veit- ingasalurinn var fullur af fólki en hann þekkti engan mann. Og kvenfólkið — allstaðar fullt af kvenfólki! Hann bað um glas af líkjör og fór að virða stúlkurnar fyrir sér og ,,veiðiaðferðir“ þeirra. Þær virtust fara eftir föstum reglum. Maður kom inn, settist við borð og bað um vín. Hann var varla seztur, þegar stúlka vék sér að honum og spurði hann hvað klukkan væri. Ef maðurinn brást illur við og benti á stóru veggklukkuna í salnum, varð ekki af frekari samningsumleitunum. Stúlkan yppti þá öxlum og gekk aftur að borði sínu. En tæki gestur- inn upp úrið, bæri það brosandi upp að eyranu og segði stúlk- unni, að klukkuna vantaði stundarfjórðung í tíu, tók hún sér umsvifalaust sæti við hlið hans. Athygli hans beindist að þrif- legri stúlku, sem sat við næsta borð. Hún krosslagði fæturna, kveikti sér í vindlingi og fór að lesa bréf, sem hún tók upp úr tösku sinni. Hann hallaði sér í áttina til hennar. „Ungfrú,“ hvíslaði hann, „viljið þér ekki drekka eitt glas með mér?“ Hún leit á hann. „Sjáið þér ekki, að ég er annað að gera? Ef ég hefði eins andlit og lappir og þér, þá myndi ég ekki láta nokkurn mann sjá mig.“ Og hún hélt áfram að lesa bréfið. Orð hennar fóru um hann eins og rafstraumur. Andartak fannst honum hann vera að deyja. Svo það var þá satt . . . Jafnvel skækja vildi ekki líta við honum. Engin stúlka myndi vilja eiga hann. Hann myndi alltaf verða einmana. Hann var krypplingur — hlægilegur dvergkrypplingur. Og engin stúlka myndi nokkurn tíma elska hann. Hann varð gripinn örvænt- ingu og tárin runnu niður vanga hans. Hann huldi andlit- ið í höndum sér og andvarpaði: „Mamma, hvers vegna lofaðir þú mér ekki að deyja?“ * Adéle greifafrú sat á svölum Malroméhallar og horfði á Henri, sem lá sofandi á bekk í forsælunni. Loksins var hann kominn heim! För hans út í heiminn hafði misheppnazt, en þó farið vel. Veslings Riri, hann hafði verið örvinglaður yfir því að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.