Úrval - 01.12.1955, Qupperneq 76
Bi'f/.k kona, sálfræðingur að menntun,
ræðir stöffu mit ímaivonimnar í Ijðsi
þess tvíeðlis, sem hún segþr aff sé
í konum jafnt sem körlum.
TVÍEÐLI KONUNNAR.
Grein úr ,The Listener",
eftir Florida Sott-jMaxwell.
XT'NGINN lætur sér til hugar
koma að taka sér kaiimenn-
ina að umræðuefni. Til þess eru
þeir alltof margbreytilegir. En
konur eru þakklátt umræðuefni,
einkum til að býsnast yfir.
Nokkur meining kann að vera í
þessu, þar sem ef til vill er nú
kominn tími fyrir konuna til að
breytast þannig að jafnvægið
milli karleðlis og kveneðlis verði
meira. Sú stund kann jafnvel að
vera runnin upp þegar litið verð-
ur á hugsunina sem ófrjótt
tortímingarafl nema henni fylgi
sönn tilfinning, tilfinnning sem
treysta má eins vel og skýrri
hugsun. Ég á ekki við „geðs-
hræringu“ sem er heit, blind,
sprottin upp úrleyndum djúpum,
heldur tilfinningu, sem metur
gildi réttlátlega og varðveitir
lifandi tengsl við reynsluna.
Við hvað eigum við þegar við
tölum um kvenfólk? Kvenfólk-
inu er venjulega lýst eins og ein-
hver vill að það sé, eða vill að
það sé ekki, en sjaldan eins og
það er. Sjálft orðið ,,kona“ er
tvírætt, það getur bæði táknað
einhvern sem menn vænta sér af
þrotlauss starfs, eða einhvern
sem er mótanlegur eins og
mjúkur leir eða það getur tákn-
að eitthvað undur gott, eða
ósköp vont, eða heillandi fag-
urt, eða nánast ekki neitt.
Eitt er víst, að svona tal er
út í hött, ef við viðurkennum
ekki þá staðreynd að í hverjum
karli og konu er bæði karleðlí
og kveneðli. Þetta á jafnt við
um sálina og líkamann og er
viðurkennt af öllum sálfræðing-
um nútímans. Við berum öll
í okkur tvöfaldan arf, og við
komumst aldrei að kjarna máls-
ins, ef við viðurkennum ekki að
takmark okkar sé að taka til-
lit til hvorstveggja: karleðlis
og kveneðlis í konunni, og
kveneðlis og karleðlis í karl-
manninum.
Það verður ekki hjá því kom-
izt að ræða konur og karla sam-
tímis eins og þau eru í sam-
skiptum sínum, með samanburði
eins og títt er. Séu þau skilin
að breytast þau að marki. Ef
karlmaðurinn kemst í þá að-
stöðu að hann er sviftur mögu-
leika til athafna og frumkvæð-