Úrval - 01.06.1959, Síða 23

Úrval - 01.06.1959, Síða 23
ANDI OG EFNI ÚRVAL heimsins í ljósi vitundarinnar mundi þá ekki verða forrétt- indi hinna æðri dýra, því að allt mundi í vissum skilningi vita af sjálfu sér sem hluta af alheimshuga. Með því að færa út svið vit- undarinnar gælum við við hug- aróra, en það er hægt að þræða annan veg þar sem fastara er undir fótum. Eins og Schröding- er bendir á fylgir ekki vitund sérhverju ferli í taugakerfinu, jafnvel ekki í heilanum. A ein- um stað líkir Descartes líkam- anum við uppdregna klukku sem telur tímann með hjólum sínum og lóðum með því að fylgja lögmáli náttúrunnar. Og ,,á svipaðan hátt (skrifar hann) lít ég á mannslíkamann sem þannig gerða vél og setta sam- an úr beinum, taugum, vöðv- um, æðum, blóði og skinni, sem mundi hreyfast jafnt og nú þótt hann hefði engan huga, því að hræringum hans er ekki stjórn- að af vilja hans, og þessvegna ekki huga hans, heldur einung- is af fyrirkomulagi líffæra hans“. Þessi kenning hefur verið hefluð til, en henni hefur ekki verið hafnað. Mjög marg- ar af athöfnum manna og dýra eru vélrænar, hugsunarlausar. Hugurinn stjórnar ekki athöfn- um okkar þegar við öndum, hlaupum, höldum á glasi eða kingjum. Hjartað í okkur slær, sem betur fer, án þess við hugs- v.m um það. Skilorðsbundin viðbrögð eiga upptök sín í taugahnútum og í þeim hluta taugakerfisins, undir stjórn þeirra, sem stjórna starfsemi innri líffæra. Mörg taugavið- trögð sem fara í gegnum heil- ann koma ekki til vitundarinn- ar eða eru að mestu leyti hætt því. Schrödinger gengur feti lengra. „Sérhver röð atburða,“ segir hann, „sem við tökum þátt í með tilfinningum, skynj- unurn og ef til vill athöfnum, þokast srnám saman burt af sviði vitundarinnar þegar sama atburðarásin endurtekur sig á sama hátt mjög oft.“ Skólapilt- ur þylur kvæði sem hann hefur lært reiprennandi, svo óvitandi um efni þess, að hans vegna gæti það verið hvort heldur sem væri eftir snilling eða bögubósa. Píanóleikari sem hefur þraut- æft píanósónötu getur leikið hana ,,í svefni“ ef svo mætti segja. Við ökum daglega sömu leið til vinnunnar og sjáandi sjáum við ekki eða heyrum það sem fram fer í kringum okkur á leiðinni. Til er saga um kunn- an stærðfræðing, sem gengið hafði til svefnherbergis síns skömmu áður en von var á gest- um. Þegar gestirnir voru komn- ir tók konuna að lengja eftir honum. Þegai’ hún kom upp fann hún mann sinn sofandi í rúmi sínu. Hvað hafði gerzt? Hann hafði farið upp til að skipta um flibba. En sú athöfn að taka af sér flibbann hafði hleypt af stað í manninum, sem var djúpt sokkinn niður í hugs- 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.