Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 23
ANDI OG EFNI
ÚRVAL
heimsins í ljósi vitundarinnar
mundi þá ekki verða forrétt-
indi hinna æðri dýra, því að
allt mundi í vissum skilningi
vita af sjálfu sér sem hluta af
alheimshuga.
Með því að færa út svið vit-
undarinnar gælum við við hug-
aróra, en það er hægt að þræða
annan veg þar sem fastara er
undir fótum. Eins og Schröding-
er bendir á fylgir ekki vitund
sérhverju ferli í taugakerfinu,
jafnvel ekki í heilanum. A ein-
um stað líkir Descartes líkam-
anum við uppdregna klukku
sem telur tímann með hjólum
sínum og lóðum með því að
fylgja lögmáli náttúrunnar. Og
,,á svipaðan hátt (skrifar hann)
lít ég á mannslíkamann sem
þannig gerða vél og setta sam-
an úr beinum, taugum, vöðv-
um, æðum, blóði og skinni, sem
mundi hreyfast jafnt og nú þótt
hann hefði engan huga, því að
hræringum hans er ekki stjórn-
að af vilja hans, og þessvegna
ekki huga hans, heldur einung-
is af fyrirkomulagi líffæra
hans“. Þessi kenning hefur
verið hefluð til, en henni hefur
ekki verið hafnað. Mjög marg-
ar af athöfnum manna og dýra
eru vélrænar, hugsunarlausar.
Hugurinn stjórnar ekki athöfn-
um okkar þegar við öndum,
hlaupum, höldum á glasi eða
kingjum. Hjartað í okkur slær,
sem betur fer, án þess við hugs-
v.m um það. Skilorðsbundin
viðbrögð eiga upptök sín í
taugahnútum og í þeim hluta
taugakerfisins, undir stjórn
þeirra, sem stjórna starfsemi
innri líffæra. Mörg taugavið-
trögð sem fara í gegnum heil-
ann koma ekki til vitundarinn-
ar eða eru að mestu leyti hætt
því. Schrödinger gengur feti
lengra. „Sérhver röð atburða,“
segir hann, „sem við tökum
þátt í með tilfinningum, skynj-
unurn og ef til vill athöfnum,
þokast srnám saman burt af
sviði vitundarinnar þegar sama
atburðarásin endurtekur sig á
sama hátt mjög oft.“ Skólapilt-
ur þylur kvæði sem hann hefur
lært reiprennandi, svo óvitandi
um efni þess, að hans vegna gæti
það verið hvort heldur sem væri
eftir snilling eða bögubósa.
Píanóleikari sem hefur þraut-
æft píanósónötu getur leikið
hana ,,í svefni“ ef svo mætti
segja. Við ökum daglega sömu
leið til vinnunnar og sjáandi
sjáum við ekki eða heyrum það
sem fram fer í kringum okkur
á leiðinni. Til er saga um kunn-
an stærðfræðing, sem gengið
hafði til svefnherbergis síns
skömmu áður en von var á gest-
um. Þegar gestirnir voru komn-
ir tók konuna að lengja eftir
honum. Þegai’ hún kom upp
fann hún mann sinn sofandi í
rúmi sínu. Hvað hafði gerzt?
Hann hafði farið upp til að
skipta um flibba. En sú athöfn
að taka af sér flibbann hafði
hleypt af stað í manninum, sem
var djúpt sokkinn niður í hugs-
19