Úrval - 01.06.1959, Page 38
ÚRVAL
máttleysi. En um leið og segul-
jámin vom sett á hana, fór
henni óðum að batna.
Okkur, sem lifum á öld þekk-
ingarinnar, er ljóst, að stúlkan
hefur verið haldin geðsjúkdómi,
sem aðeins var hægt að lækna
með sálrænum aðferðum. Segul-
jámin voru milliliður, sem auð-
veldaði lækninum sálrænt sam-
band hans við sjúklinginn.
Mesmer komst síðar að því, að
nauðsynlegt er að skapa gagn-
kvæman skilning milli læknis-
ins og sjúklingsins. Hann lýsti
því með franska orðinu rapport,
sem þýðir „samræmi“ eða „sam-
band“.
Þetta hugtak hefur verið not-
að af geðlæknum fram á þenn-
an dag, til að lýsa því ástandi
þegar læknirinn hefur vakið
skilning og traust sjúklingsins,
og samvinnan tekizt á milli
þeirra.
Það eru til margar aðferðir
við dáleiðslu, en það skiptir ekki
höfuðmáli, hvort notuð eru orð,
augnatillit, snerting eða eitt-
hvað annað til að svæfa sjúkl-
inginn dásvefni. Það skiptir
meira, hve móttækilegur ein-
staklingurinn er fyrir dáleiðslu-
aðferðir.
Ailur þorri manna ímyndar
sér dávaldinn gæddan hrollvekj-
andi, næstum yfimáttúrlegum
hæfileikum — hann er maður,
sem býr yfir dularfullum mætti
í undarlegu, starandi augnaráði
sínu. Sem betur fer, er þessi
skoðun á hröðu undanhaldi, eft-
DÁLEIDDIR SJÚKLINGAR
ir að dáleiðslan hefur fengið
verðugan sess í geðlækningum
nútímans.
Það er samt ennþá mjög al-
mennur misskilningur, að dá-
leiddur maður hljóti undir öll-
um kringumstæðum að vera
meðvitundarlaus. Ekkert getur
verið fjær sanni, því að jafn-
vel í dýpsta dásvefni getur
sjúklingurinn heyrt það sem
læknirinn segir. Hann getur
svarað spurningum og veit um
allt, sem fram fer. Þetta sézt á
því, að sjúklingurinn getur átt
það til að þræta fyrir það að
hann hafi nokkurn tíma verið
dáleiddur, ef læknirinn sýnir
honum ekki einhver merki um
að svo hafi verið, því að svo
vel getur hann fylgzt með því,
sem gerist í kringum hann. Það
er aðeins eftir mjög djúpan dá-
svefn, sem sjúklingurinn man
ekki neitt þegar hann vaknar.
Önnur útbreidd skoðun er
það, að maður sem er móttæki-
legur fyrir dáleiðslu, hljóti að
vera ístöðulítill. Þetta er líka á
misskilningi byggt. Það er ein-
ungis hægt að dáleiða sjúkling.
sem er fús til samvinnu við
lækninn; rólegir og greindir
menn eru bezt fallnir til þeirra
hluta.
Það eru ekki allir sjúklingar
móttækilegir, en þó eru varla
fleiri en tíu af hverjum hundr-
að, sem ekki geta fallið í dá-
svefn.
Dáleiðsla er algerlega skað-
laus. Það eru engin dæmi þess.
S4