Úrval - 01.06.1959, Page 44

Úrval - 01.06.1959, Page 44
TJRVAL GEÐLYFIN NÝJU FARA I HUNDANA um og hef verið að athuga áhrif þeirra á fleiri borgara í dýra- ríkinu. Árangurinn af þeim athugunum mínum er ekki sem verstur og kann að verða enn merkilegri á næstu árum. Nokkrar lyfjaverksmiðjur hafa framleitt geðlyf, sem sér- staklega eru ætluð dýrum, og var paxital eitt með þeim fyrstu. Margir dýralæknar telja, að þau hafi komið að góðu gagni, og læknirinn, sem skoð- aði ungfrú Briggs, sagði að þau ættu sérlega vel við dýr í æstu skapi. Einn dýralæknir segir að þau séu góð til að lækka rostann í hávaðasömum hundum. Komið var með slíkan hund á dýraspít- alann til hans og linnti sá ekki gelti dag og nótt. Verstur skoll- inn var sá, að hann ærði hina sjúklingana, svo að þeir byrj- uðu líka að góla, jafnvel kett- irnir, þangað til hávaðinn var orðinn meiri en mannlegt eyra gat þolað. Nú er hávaðaseggn- um gefið inn geðlyf (sem nær- gætnislega hefur verið kallað ,,þegiðu-munnur“), og friður og ró ríkir aftur á spítalanum. Oft er erfiðleikum bundið að fá hund til að liggja kyrran meðan gert er að sárum hans. Hann rífur og slítur umbúðim- ar, þangað til ekkert er eftir nema druslur. Geðlyfin nýju gera hann rórri í skapi. En dýralæknar hafa mælt með notkun þeirra undir fleiri kringumstæðum. Ef hundar fá æðiskast í þrumuveðri eða hvolpar verða bílveikir eða ást- sjúkir rakkar leggjast í flakk, er varla til betra meðal. Skemmtilegust eru þó áhrif geðlyfjanna á villidýr, t. d. há- karla. Ég þekki einn prófessor, sem skýtur á þá úr vatnsbyssu hlaðinni fljótandi geðlyfjum. Þeir verða þá spakir eins og lömb, svo að næstum því má taka þá með berum höndunum. Mikil eftirspurn er eftir hin- um nýju lyfjum til að gefa minkum, sem þykja heldur skapillar skepnur, enda bíta þeir allt sem tönn festir á, jafn- vel maka sinn og hönd manns- ins, sem fóðrar þá. Þegar þeir hafa tekið inn meðalið, eru þeir miklu viðráðanlegri. Höggormar eiga eitt sam- eiginlegt með manninum — þeir missa matarlystina þegar fólk er nálægt þeim. Einn skammt- ur af geðlyfi gerir kraftaverk á höggorminum. Hann nýtur þá matar síns af hjartans lyst í stað þess að svelta sig í hel. Kýr eru venjulega taldar sátt- ar við lífið og tilveruna, en það verður annað upp á teningnum hjá sumum þeirra, þegar þær komast í kynni við mjaltavél- ina. Þá sparka þær og ólátast, svo að nærri liggur að þær eyðileggi hið dýrmæta tæki. En þegar þær eur búnar að taka inn geðlyf, hreyfa þær hvorki hom né hala, en láta tæknina ganga sinn vana gang. í sjóbúri í New York var ung- 40
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.