Úrval - 01.06.1959, Page 53
.VÉLDRENGURINN" JÖI
ÚRVAL
meðal kleyfhuga bama nútím-
ans. Honum fannst manneðlið
óþolandi, hann langaði til að
verða algerlega sjálfvirkur. Ef
ég ætti að lýsa Jóa, yrði ég bæði
að kalla hann mjög vanþroska
barn og afar flókna vél. I skól-
anum áttum við oft erfitt með
að líta á hann sem bam. Svo
snilldarlegar voru blekkingar
hans, að við áttum oft mjög
erfitt með að koma fram við
hann eins og mannlegar vemr.
Fyrstu vikurnar sem Jói var
hjá okkur, horfðum við á með
athygli þegar þessi veiklulegi en
fyrirferðarmikli níu ára dreng-
ur lifði hina vélrænu tilveru
sína. Þegar hann kom til dæmis
inn í borðstofuna, strengdi hann
ímyndaðan vír frá „orkugjafa11
sínum — ímyndaða rafmagns-
taug — að borðinu. Þar „ein-
angraði" hann sig með pappírs-
þurrkum og tengdi sig að lok-
um. Þá fyrst gat hann farið að
borða, því að hann trúði því
statt og stöðugt, að meltingar-
færin gengju fyrir „rafstraumn-
uin“. Svo vel lék drengurinn
þetta, að við áttuðum okkur
ekki á því fyrst í stað, að hvergi
sáust vírar, taugar eða tenglar.
Hin börnin og starfsfólkið forð-
aðist ósjálfrátt að stíga á í-
mynduðu ,,vírana“ af ótta við
að rjúfa það, sem þeim fannst
beinlínis vera líftaug hans.
Þegar „vélin“ var ekki í
gangi, gat Jói setið grafkyrr og
þögull stundum saman, eins og
hann væri ekki til. En í næstu
andrá gat hann „farið af stað“
og dregið að sér óskipta athygli
okkar. Þá kveikti hann á „vél-
inni“ og skipti með miklum háv-
aða í hærri og hærri gír, unz
hann „sprakk" og æpti:
„Sprenging, sprenging!“, um
leið og hann þeytti í allar áttir
ýmsum hlutum, sem hann hafði
alltaf við höndina — útvarps-
lömpum, ljósaperum og öðru
brothættu dóti. (Jói var furðu-
lega kræfur við að næla sér í
lampa og perur án þess aðrir
sæu). Þegar hann hafði æpt og
ólátast nægju sína og stráð í
kringum sig brotnum hlutum,
gerðist hann hljóður og hreyf-
ingarlaus á ný.
Starfsstúlkumar okkar í skól-
anum, sem vanar vom erfiðum
börnum, sýndu Jóa sérstaka
nærgætni. Þær voru bersýni-
lega snortnar af ótrúlegri við-
kvæmni hans. Fyrir kom, að
tækið sem hann festi við rúm-
ið sitt til að halda sér „lifandi"
meðan hann svaf, færðist eitt-
hvað úr lagi. Þetta tæki var
gert úr bendlum, pappa, vír og
öðru smálegu. Stúlkumar voru
vanar að leggja slíka smáhluti
barnanna á náttborðið hjá þeim
eða þá að þær fleygðu þeim. En
vélina hans Jóa settu þær sam-
an aftur. „Jói verður að hafa
blöndunginn sinn, svo að hann
geti andað“, sögðu þær. Eins
voru þær stöðugt á verði til að
tína saman og geyma litlu vél-
arnar, sem hann fékk orku frá
49