Úrval - 01.06.1959, Page 54

Úrval - 01.06.1959, Page 54
ÚRVAL „VÉLDRENGURINN“ JÖI á daginn, og útblásturspípurn- ar, sem hann andaði út um. Hvemig hafði Jói orðið slík mannvél? Af samtölum við for- eldra hans komumst við að raun um, að sú orsakakeðja hafði byrjað áður en hann fæddist. Hugklofningur stafar oft af vanrækslu foreldra, sem stundum er bundin ófullnægðri þrá til ástúðar. Jói hafði verið látinn alveg afskiptalaus. „Ég vissi aldrei, að ég var bamshafandi", sagði móðir hans og átti við, að hún hefði strax þurrkað Jóa úr vitund sinni. Fæðing hans, sagði hún „gerði hvorki til né frá.“ Fað- ir Jóa, rótlaus liðsmaður í heimavarnarliðinu á stríðsár- unum, var jafn óviðbúinn komu barnsins inn í fjölskylduna. Þannig er því að vísu varið um mörg ung hjón. En sem betur fer breytist viðhorf þeirra flestra um leið og barnið fæð- ist. Foreldrar Jóa voru undan- tekning. „Ég vildi ekki sjá hann eða hugsa um hann,“ sagði móð- ir hans. „Ég hafði ekki bein- línis andúð á honum — mig langaði bara ekkert til að skipta mér af honum.“ Fyrstu þrjá mánuði ævinnar grét Jói „næst- um alltaf“. Hann var magaveik- ur, en var miskunnarlaust mat- aður á fjögurra stunda fresti, hvemig sem á stóð; aldrei var hann snertur nema nauðsyn bæri til og enginn tók hann í fangið eða lék við hann. Móðir hans hugsaði eingönguumsjálfa sig, og drengurinn var einn í tágarúminu eða leikgrindinni á daginn. Faðir Jóa fékk von- brigðum sínum útrás með því að berja drenginn þegar hann grét á nóttunni. En þegar svo föður hans var skipað að gegna herþjónustu er- lendis, fór móðir drengsins, sem þá var orðinn hálfs annars árs, með hann heim til foreldra sinna. Gömlu hjónin sáu strax, að það var orðin ískyggileg breyting á barninu. Drengurinn hafði ver- ið sterkur og hraustur, er hann fæddist, en nú var hann orðinn veiklulegur og taugaæstur; hann hafði verið mannblendinn, en fór nú einförum og var þögull og fáskiptin. Þegar hann fór að tala, vildi hann ekki tala við neinn nema sjálfan sig. Snemma fékk hann áhuga á vélum, þar á meðal gamalli rafmagnsviftu, sem hann gat tekið sundur og sett saman aftur af undraverðri leikni. Þegar við töluðum við móður Jóa, kom okkur mest á óvart al- gert áhugaleysi hennar á öllu, sem viðkom drengnum. Það var enn eftirtektarverðara en mis- tökin í uppeldi hans. Hann var látinn gráta stundum saman af svengd, því að hún mataði hann aðeins eftir föstum og ákveðn- um reglum; hann var strang- lega vaninn á að hafa aðeins hægðir á vissum tímum dags, til að sem minnst óþægindi væru að honum. Þannig er það um mörg böm. En fyrir móður 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.