Úrval - 01.06.1959, Page 55
„VjSLDRENGURINN" jói
Jóa var því líkast sem hann
væri ekki til. Þegar hún var að
segja okkur frá fæðingu hans
og bernsku, var engu líkara en
hún væri að tala um einhvern
fjarskyldan ættingja, og hún
var óðar en varði komin út í
aðra sálma.
Jói var tæplega fjögurra ára
þegar honum var komið fyrir á
skóla fyrir andlega vanheil börn.
Þau þrjú ár, sem hann var þar,
tók hann smám saman fram-
förum. En til allrar ógæfu var
hann látinn ganga í skóla með
heilbrigðum bömum næstu tvö
árin, og það braut niður allt,
sem búið var að byggja upp.
Jói tók að hlaða um sig ósýni-
legum varnarmúr, sem hann
kallaði ,,hindranir“ sínar. Hann
gat til dæmis ekki drukkið nema
gegnum margbrotið kerfi úr
sogpípum. Allri vökvun þurfti
að „dæla“ ofan í hann, að því
er honum fannst, annars gat
hann ekki rennt henni niður.
Hegðun hans olli slíku róti í
skólanum, að það varð að senda
hann heim. En þar tók ekki
betra við. Þrem mánuðum áður
en hann kom í skólann til okk-
ar hafði hann gert alvarlega
sjálfsmorðstilraun.
Öll ytri einkenni sjúkdóms
Jóa sýndust okkur benda til ó-
sleitilegrar viðleitni til útþurrk-
unar á því, sem minnti á mann-
lega veru. Vikum saman svar-
aði hann ekki öðru, þegar hann
var ávarpaður, en „bamm".
Hann þurfti á þann hátt að gera
TJRVAL
óvirkt allt, sem við sögðum, að
öðrum kosti gat orðið spreng-
ing, því að Jói kærði sig blátt
áfram ekkert um að hafa sam-
band við umheiminn, nema
beita vélunum fyrir sig. Meira
að segja þegar hann var í baði
reri hann sér aftur og fram
reglubundið eins og vél, svo að
vatnið flóði út um allt gólf í
baðherberginu. Ef hann hætti
þessum hreyfingum, gerði hann
það á sama hátt og vél: hann
varð skyndilega stífur eins og
spýta. Aðeins einu sinni, þegar
hann hafði verið tekinn úr bað-
karinu og borinn inn í rúm
marga mánuði samfleytt, kom
óvæntur ánægjusvipur á and-
lit hans og hann sagði lágt:
„Hérna bera þeir mig meira að
segja í rúmið.“
Langalengi eftir að hann fór
að tala, gat hann aldrei nefnt
neinn sínu rétta nafni, heldur
sagði hann alltaf „þessi mað-
ur“ eða „litli maðurinn“ eða
„stóri maðurinn". Eíns var hon-
um ómögulegt að muna rétt
heiti á neinu, sem viðkom til-
finningum. Hann gat heldur
ekki sagt til um þarfir sínar
nema nota nýyrði eða klúrar
setningar. Ein vélin hans,
,,gagnrýnandinn“, gætti þess,
að hann segði ekki „orð með ó-
þægilegum tilfinningum“. Hins
vegar gaf hann loftpípunum og
vélahlutunum í safni sínu sér-
stök nöfn, eins og þar væri um
persónur að ræða. Þessir dauðu
hlutir höfðu líka tilfinningar;
51