Úrval - 01.06.1959, Page 61
„VELDRENGURINN" JÓI
og stærri pípum í ákafa. Jói
hafði fundið upp þessar vélar
til að stjórna sér andlega og
líkamlega, af því að það olli
honum sársauka að vera mað-
ur. En aftur og aftur varð hann
óánægður þegar þær fullnægðu
ekki þörfum hans og hamslaus
yfir því, hvemig þær fóru sín-
ar eigin leiðir þvert gegn vilja
hans. I augnabliksofsa
„sprengdi“ hann þá ljósaper-
urnar sínar og pípurnar og varð
mannleg vera eina örskotstund,
— eitt andartak var hann lif-
andi. En jafnskjótt og hann
hafði sýnt fram á vald sitt með
því að sprengja sjálfur allt
gangverkið, fannst honum sem
líf sitt væri að f jara út. Til þess
að geta haldið áfram að vera
til, varð hann að gera við vél-
arnar sem fyrst og hlaða þær
rafmagninu, sem var svo ómiss-
andi fyrir lífsorku hans.
Hvaða djúpstæður ótti og
þörf lá til grundvallar þessum
blekkingarheimi Jóa? Það tók
okkur langan tíma að komast
að bví, þar sem leyndardómar
hegðunar hans voru vel geymd-
ir bak við ,,hindranirnar“. Við
reyndum þá leið að taka fyrir
eitt vandamál í senn.
Fyrstu árin sem Jói var hjá
okkur, reyndist hegðun hans á
salerninu erfiðasta viðfangsefn-
ið. Þar mun fyrst og fremst
hafa verið um að kenna hinum
ströngu hægðareglum, er móð-
ir hans hafði sett honum strax
á ungbarnsárunum. Viðleitni
ÚRVAL
okkar til að hjálpa honum í
þessu vandamáli varð til þess,
að hann fór að líta á okkur sem
mannlegar verur.
Jói tók það ekki út með sæld-
inni að fara á salernið; við urð-
um að fylgja honum þangað í
hvert skipti. Hann mátti til með
að fara úr hverri spjör; hann
gat aðeins húkt, en ekki setið
á skálinni, og hann varð að
styðja við vegginn með annarri
hendinni um leið og hann
kreppti lófann utan um radíó-
lampana, sem hjálpuðu honum
til að hægja sér. Annars var
hann hræddur um, að allur lík-
ami hans mundi sogast ofan í
skálina.
Til að hamla á móti þessum
ótta hans, létum við hann hafa
bréfakörfu úr málmi í staðinn
fyrir salemisskál. Og reyndin
varð sú, að þegar hann hægði
sér í bréfakörfuna, þurfti hann
hvorki að klæða sig úr né styðja
sig við vegginn. Að vísu var
hann enn ekki laus við pípurn-
ar og vélamar, sem hann áleit
að stjórnuðu meltingarfærum
hans, En þá komu nýjar ógnan-
ir til sögunnar. 1 heimi Jóa
þurftu vélarnar líka að hægja
sér. Hann hafði miklar áhyggj-
ur af þeim, og þar sem þær
voru svo miklu öflugri en menn,
var hann dauðhræddur við að
láta pípurnar sínar stjórna
meltingarfærum þeirra, því að
þá mundi saurinn úr þeim fylla
allan heiminn, svo að hann
sjálfur kæmist hvergi fyrir.
53