Úrval - 01.06.1959, Page 65

Úrval - 01.06.1959, Page 65
Mörgæsirnar eru í flestu einskonar skripamyncl af manni. Spjátrungar á Suðurskautslandinu Úr „American Sources“, eftir Ricliard Dempeiwolff. AÐ þykir ekki trúlegt, en samt er það staðreynd, að mörgæsirnar eru í flestu eins konar skrípamynd af manni. Svört nef þeirra og hvítar fcringur gera þær útlits eins og kiánalega, smávaxna menn í samkvæmisklæðnaði. Fæturnir eru aftarlega, svo að þær standa furðanlega uppréttar. Gljáandi vængstubbarnir með ófull- komnum f jöðrum minna á hand- leggi í velstroknum jakkaerm- um. Mörgæsirnar hafa sama skilning og við á eignaréttinum. Þær hafa oft sézt standa á ís- jaka, sem skip hefur rekizt ut- an í, og veifa þær þá vængjun- um reiðilega og láta í Ijós óá- nægju sína með háum skrækj- um um leið og skipið siglir burt. Af 17 þekktum tegundum mörgæsa, sem byggja suður- hvel jarðar, lifa aðeins 2 að staðaldri á Suðurskaustland- inu. Hin virðulega keisaramör- gæs er stærst allra, verður um 120 sm á hæð. Menn Scotts höfuðsmanns veiddu eina, sem vóg yfir 40 kg. Smávaxnari og fjölskrúðugri tegundin, Adelie- mörgæsin, er um 65—70 sm há og vegur varla meira en 5 kg. Hvíti hringurinn kringum hvort auga, sern er eins og kolsvartur hnappur, gerir útlit hennar enn fáranlegra en ella. Ef horft er á Adelie-mörgæs ganga, finnst manni, að hún muni aldrei komast neitt á- fram. Hún ber stutta fæt- urna ótt og títt, um 120 skref á mínútu, og másar og blæs án afláts. Hún er haidin óseðjandi forvitni og er með augun alls staðar — nema þar sem hún fer. Afleiðingarnar af slíku fyrirhyggjuleysi eru oft næsta broslegar. Ég hef oft- ar en einu sinni horft á kjag- andi mörgæs með höfuðið reigt aftur á bak af ótta við að missa sjónir á einhverju, detta um fótspor í snjónum beint á mag- ann. En kerla er fljót á fætur aftur og heldur áfram reigings- ieg eins og ekkert hefði í skor- izt. Mörgæsir ganga venjulega uppréttar og nota vængstubb- ana sem jafnvægisstengur og vagga til beggja hliða eins og stuttfætir, feitlagnir menn. En þegar þær þurfa að fara lang- ar leiðir eða eru þreyttar eða hræddar, skella þær sér á mag- 57
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.