Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 65
Mörgæsirnar eru í flestu
einskonar skripamyncl
af manni.
Spjátrungar á Suðurskautslandinu
Úr „American Sources“,
eftir Ricliard Dempeiwolff.
AÐ þykir ekki trúlegt, en
samt er það staðreynd, að
mörgæsirnar eru í flestu eins
konar skrípamynd af manni.
Svört nef þeirra og hvítar
fcringur gera þær útlits eins og
kiánalega, smávaxna menn í
samkvæmisklæðnaði. Fæturnir
eru aftarlega, svo að þær standa
furðanlega uppréttar. Gljáandi
vængstubbarnir með ófull-
komnum f jöðrum minna á hand-
leggi í velstroknum jakkaerm-
um.
Mörgæsirnar hafa sama
skilning og við á eignaréttinum.
Þær hafa oft sézt standa á ís-
jaka, sem skip hefur rekizt ut-
an í, og veifa þær þá vængjun-
um reiðilega og láta í Ijós óá-
nægju sína með háum skrækj-
um um leið og skipið siglir
burt.
Af 17 þekktum tegundum
mörgæsa, sem byggja suður-
hvel jarðar, lifa aðeins 2 að
staðaldri á Suðurskaustland-
inu. Hin virðulega keisaramör-
gæs er stærst allra, verður um
120 sm á hæð. Menn Scotts
höfuðsmanns veiddu eina, sem
vóg yfir 40 kg. Smávaxnari og
fjölskrúðugri tegundin, Adelie-
mörgæsin, er um 65—70 sm há
og vegur varla meira en 5 kg.
Hvíti hringurinn kringum hvort
auga, sern er eins og kolsvartur
hnappur, gerir útlit hennar enn
fáranlegra en ella.
Ef horft er á Adelie-mörgæs
ganga, finnst manni, að hún
muni aldrei komast neitt á-
fram. Hún ber stutta fæt-
urna ótt og títt, um 120
skref á mínútu, og másar
og blæs án afláts. Hún er
haidin óseðjandi forvitni og er
með augun alls staðar — nema
þar sem hún fer. Afleiðingarnar
af slíku fyrirhyggjuleysi eru
oft næsta broslegar. Ég hef oft-
ar en einu sinni horft á kjag-
andi mörgæs með höfuðið reigt
aftur á bak af ótta við að missa
sjónir á einhverju, detta um
fótspor í snjónum beint á mag-
ann. En kerla er fljót á fætur
aftur og heldur áfram reigings-
ieg eins og ekkert hefði í skor-
izt.
Mörgæsir ganga venjulega
uppréttar og nota vængstubb-
ana sem jafnvægisstengur og
vagga til beggja hliða eins og
stuttfætir, feitlagnir menn. En
þegar þær þurfa að fara lang-
ar leiðir eða eru þreyttar eða
hræddar, skella þær sér á mag-
57