Úrval - 01.06.1959, Side 74
'O'RVAL.
HANN, SEM GENGUR TÓBAKSVEGINN
hótun. Samkvæmt lögunum
mátti handtaka hvern þann,
sem seldi bókina, og dæma hann
til fangelsisvistar!
Ég spyr vini Caldwells, hvers
vegna hann sé kallaður
,,Skinny“ (Hinn horaði). Þetta
#nafn á rætur sínar að rekja til
sultarlífsins forðum daga, þeg-
ar höfundurinn, sem er 185 cm.
á hæð, vó aðeins 45 kg. En það
er langt síðan það var. Nú er
hann talinn „bezta fjárfesting"
og „dýrmætasta eign“ for-
leggjara sinna og einnig kvik-
myndafélaganna, sem kvik-
mynda sögur hans. Höfunda-
lögin eru búsílag fyrir fleiri
en rithöfundana! Caldwell er
góður atvinnurekandi í mörg-
um löndum, einnig þar sem
verkum hans er stolið. Og þann-
ig mun það verða á meðan hann
lifir, I guess. Býst ég við.
Blómleg viðskipti.
Betlari var með sinn hattinn í hvorri hendi og rétti þá báða
að manni, sem gekk framhjá.
„Hvað á þetta að þýða?“ spurði maðurinn. „Til hvers ertu
með tvo hatta?"
„Viðskiptin voru orðjn svo blómleg," sagði betlarinn, „að ég
ákvað að opna útibú.“
— Black & White.
-O-
Makaskipti.
Bimir í dýragarðinum í Bern i Sviss eru vinsælir meðai gesta.
Á einum stað eru tvenn fullorðin hjón í sinn hvorri gryfju og
er múrveggur á milli. 1 hvorri gryfju um sig er hátt tré, sem
birnimir geta klifrað upp i. Einn daginn þegar ég var að horfa
á birnina, klifraði annar karlinn upp í tré sitt og linnti ekki
fyrr en hann var kominn svo hátt, að hann sá yfir í hina
gryfjuna. Þaðan mændi hann löngunaraugum á læðuna í gryfju
nágrannans og vældi ámátlega. En í sama mund klifraði hinn
karlinn upp í tré sitt og viðhafði nákvæmlega sömu tilburði
og nágranni hæns.
Ég sneri mér að gæzlumanninum sem stóð rétt hjá mér. „Það
er augljóst," sagði ég, „að hér hafa orðið mistök á makavali.
Hvernig væri að skipta?“
„Ég geri það alltaf einu sinni í mánuði," sagði gæzlumað-
urinn.
— Odd World: A Photo-Reporter’s Story
66