Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 78

Úrval - 01.06.1959, Qupperneq 78
ÚRVAL VARMÁ myrkrinu. Ég beið fullur eftir- væntingar, eftir því að hann héldi áfrarn. Gréta færði stól sinn nokkr- um þumlungum nær mínum. Hreyfingar hennar voru mjúk- ar og hljóðar. Ylurinn frá ánni barst upp til okkar og breiddi sig yfir okkur eins og ábreiða a napurri nóttu. „Eftir að Gréta og hinar telpurnar tvær misstu mömmu sína,“ sagði hann svo lágt, að vart mátti heyra, hallaði sér fram á hnén og starði yfir breiða, græna ána, „eftir að við misstum móður þeirra, flutti ég aftur hingað upp í fjöllin. Ég gat ekki verið í Norfolk, og Baltimore gat ég ekki þolað. Hér var eini staðurinn á jörð- inni, sem ég gat fundið frið. Gréta man eftir móður sinni, en hvorugt ykkar getur gert sér grein fyrir tilfinningum mín- um. Móðir hennar og ég erum fædd á milli fjallanna, og við bjuggum hér í næstum tuttugu ár. Eftir að hún kvaddi okkur flutti ég burt í þeirri fávísu trú að ég gæti gleymt henni. En mér skjátlaðist. Auðvitað skjátlaðist mér. Það getur eng- inn maður gleymt móður barn- anna sinna, jafnvel þó að hann viti, að hann muni aldrei sjá hana framar.“ Gréta hallaði sér betur að mér, og ég gat ekki haft augun af vangasvip hennar í rökkrinu. Ekkert hljóð barst frá ánni; en ylurinn sem barst frá henni minnti mig stöðugt á nærveru hennar. Faðir hennar hafði hallað sér enn meira áfram í stólnum, unz handleggirnir hvíldu á hnján- um. Það var eins og hann væri að reyna að koma auga á ein- hvern handan við ána, hátt uppi á fjallstindinum. Hann hvessti sjónir, og ljósgeislinn, sem barst út um opnar dyrnar glitraði í augum hans. Tár féllu af andliti hans eins og stjörnuhröp, sem brenndu sig inn í hendur hans og hurfu. Allt í einu stóð hann upp þög- ul! og fór inn. Stór skuggi hans féll á okkur Grétu á meðan hann staldraði við í dyrunum. Ég sneri mér við til að horfa á eftir honum, en jafnvel þótt hann væri að hverfa, gat ég ekki horft á hann. Gréta hallaði sér þéttar að mér, þrýsti fingrum sínum í lófa mér og strauk vanganum við öxl mér, eins og hún væri að reyna að þurrka eitthvað af henni. Fótatak föður hennar fjarlægðist, unz það heyrðist ekki lengur. Einhvers staðar fyrir neðan okkur skrölti lest niður dalinn og brakið og hávaðinn heyrð- ist í næturkyrrðinni. Annað veifið blikaði ljós hennar í gegn- um myrkrið og speglaðist á grænu, breiðu ánni líkt og norð- urljós væru, og járnskröltið frá henni bergmálaði í fjöllunum. Gréta tók fast um hönd mína og skalf öll. 70
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.