Úrval - 01.06.1959, Side 87
Ævilok spönsku „Rauðhettu“
Grein úr „Evening News“,
eftir Valerie Stanton.
DAUÐI ,,undrabarnsins“
Hildegart í júní 1933 og
réttarhöldin yfir móður hennar,
sem sökuð var um morðið,
gerðu að engu áætlanir einnar
furðulegustu konu Spánar.
Þegar rnálið var tekið fyrir í
Madrid næsta ár, var dómsal-
urinn þéttskipaður. Tízkudöm-
ur úr samkvæmislífinu, lög-
fræðingar og læknar sátu þar
innan um bændur og erfiðis-
vinnumenn. Jafnvel forsætis-
ráðherrann fyrrverandi, Azana,
var viðstaddur þessi óvenjulegu
réttarhöld, sem einn daginn
voru höfð í styttra lagi, til þess
að starfsmenn og áheyrendur
gætu farið að horfa á nautaat.
Við yfirheyrslurnar bar mest
á Donnu Aróru Rodriguez,
sem var stór kona, klædd
svörtum kjól, og var stöðugt að
grípa fram í fyrir ákærandan-
um. Hún var karlmannleg og ó-
frýn ásýndum, og rauðu nellik-
urnar, scm hún hélt á, og neit-
un hennar þegar hún var spurð
um aldur sinn, voru í hrópandi
ósamræmi við ókvenlegt útlit
hennar.
Hún þrætti við alla, meira að
segja dómarann, og neitaði að
láta þagga niður í sér eða koma
með andmæli. Hún var sýnilega
csnortin af ákærunum, sem
beint var gegn henni, og virtist
leggja allt kapp á að hrekja þær
staðhæfingar verjanda síns, að
hún væri vitskert.
Hún sagðist vera „sanntrúað-
ur stjórnleysingi" og kvaðst
hafa unnið að því alla ævi að
koma á endurbótum í heiminum
á grundvelli vísindalegra upp-
eldisaðferða.
Tæpum tuttugu árum áður,
þegar hún var ung og falleg
stúlka, hafði hún ákveðið að
eignast barn, er gæti orðið leið-
togi heimsins. Þar sem hún var
ógift, hafði hún valið föður að
barninu með næstum vísinda-
legri nákvæmni, og að lokum
tekið þann manninn, er hún á-
leit gæddan mestum hæfileik-
um, bæði andlegum og líkam-
legum.
Sumir sögðu, að hann hefði
verið prestur frá Santander og
hefði látið henni eftir dálitla
fjárhæð, er hann dó nokkrum
79