Úrval - 01.06.1959, Síða 90
ÚRVAL
ÆVILOK SPÖNSKU ,,RAUÐHETTU“
hefði komið í heimsókn til
þeirra.
Dómur var loks kveðinn upp í
máli Donnu Rodriguez 26. maí
1934, eftir að hún hafði haldið
langa ræðu. Hún lýst því yfir,
að hún hefði unnað dóttur sinni
af öllu hjarta, en vildi þó held-
ur sjá hana þúsund sinnum
myrta en láta hana kasta sér í
fangið á einhverjum karlmanni.
Iíún tók það skýrt fram, að
stúlkan hefði hlotið kvalalausan
dauðdaga, hún hefði skotið
hana fyrst í hjartastað meðan
hún var í fastasvefni. Hún sagði
að verjandinn hefði hagað sér
svívirðilega með því að reyna
að sanna réttinum, að hún væri
vitskert. „Ég er ekki brjáluð,“
sagði liún að lokum.
Hún var dæmd í tuttugu og
sex ára fangelsi og kvaðst sjálf
vera ánægð með dóminn.
X--X--X--X--X
Kanínuplágan er ekki eina plágan,
sem herjar í „landinu andfætis“.
S8ÍÆÐASTI ÓVIIVUK ÁSTRALÉU.
Úr ,,Adventure“,'
eftir M. Lederer.
GRÁBRÚNN hundur á stærð
við skozkan smalahund og
álíka meinleysislegur, labbar
fram og aftur í búri sínu í
Lincoln-dýragarðinum í Chi-
cago. Áletrunin á búrinu gefur
gestinum þær upplýsingar, að
hér sé kominn taminn fulltrúi
öingó-hundsins — skæðasta ó-
vinar Ástralíu!
Hundurinn í dýragarðinum
er ekki rnjög vígalegur á að sjá,
en bræður hans í „afréttarlönd-
um“ Ástralíu eru engin lömb að
leika sér við. A þessu ári munu
þeir valda kvikfjárræktareig-
endum milljónatjóni.
Innfæddir kalla hann warri-
gal, en dingo er enska nafnið á
honum, og í augum Astralíu-
manna er það orðið samnefnari
alls þess, sem er undirförult og
svikult.
Þessir villihundar, sem eru
sérstæð dýrategund fyrir eyja-
álfuna, hafa hlotið þann vafa-
sama heiður, að vera kallaðir
skæðustu óvinir Ástralíu. Þeir
eru fyrir löngu orðnir útlægir
fyrir dráp sitt og skemmdar-
starfsemi. Villtur dingó trúir
engum til að vera vinur sinn.
Hann er eltur og ofsóttur hvar
sem til hans næst og þó hefur
hann lifað af, og er langt frá
því að búið sé að útrýma hon-
um.
Dingóinn er venjulega grá-
brúnn á litinn og líkist mjög
fjarskyldum frænda sínum,
82