Úrval - 01.06.1959, Page 91

Úrval - 01.06.1959, Page 91
SKÆÐASTI ÓVINUR ÁSTRALÍU úlfinum, í því að hafa sterka kjálka. Hann er um sjötíu sentimetrar á hæð og hálfur annar metri á lengd, eða á stærð við venjulegan fjárhund. Oft eru hvítir blettir á kviðn- um, rófubroddinum og fótunum. Dingóinn er eina hundategund- in, sem bæði er til villt og tam- in. Villtur dingó geltir ekki, heldur gefur frá sér óskemmti- legt ýlfur. Hann lærir fyrst að gelta þegar búið er að temja hann. Þessi einkennilegi hundur er feikna sterkur og hugaður. Hann ræðst á fórnarlömb sín með ógnarhraða og veldur ótta og ofboði meðal þeirra. Hann er mjúkur í hreyfingum og skokkar léttilega margar mílur í einu og er þá fljótur að bera sig yfir. Manninn hatar hann og óttast öllu öðru fremur eins og gefur að skilja, þar sem hann hefur orðið honum skeinuhætt- astur. Feldur dingósins er á lit- inn eins og umhverfið, og þegar dýrið hlykkjar sig líkt og slanga gegnum kjarrið, er afar erfitt að koma auga á það. Dingóarnir eru fljótir að læra af reynslunni og láta sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Til er saga um fremur smávax- inn dingó, sem var til sýnis í Melbourne fyrir nokkrum árum. Hann vakti mikla athygli, en einhvern veginn atvikaðist það svo, að hann losnaði úr tjóðr- inu. Karl var hvergi hræddur. Hann skoðaði gaumgæfilega ÚRVAL allan þann sæg af hundum, sem þarna var tjóðraður við grind- ur og staura, og að lokum valdi hann sér að andstæðingi heljar- mikinn bolabít. Hann fikaði sig nálægt honum, reisti hárin og urraði og hefði áreiðanlega ráðist á hann, ef gæzlumaður hefði ekki komið aðvífandi í þeim svifum og bjargað hinum vígreifa dingó á seinustu stundu. Þó að dingóinn hafi verið ofsóttur af fjölda manns árum saman, heldur hann stöðugt á- fram að auka kyn sitt og valda stórtjóni. Hann er ennþá al- gengur á afskekktum skógar- svæðum þar sem hann gerir sér oft bæli í holum trjástofnum, Síðan kanínurnar urðu út- breiddar í Ástralíu hefur ding- óunum verið að fjölga jafnt og þétt, enda fengu þeir þá fæðu- tegund, sem þeim er alltaf til- tæk. Þessi fjölgun þeirra er orðið alvarlegt vandamál, því að sífelld hætta vofir yfir sauð- fjárstofni bændanna. Dingóarnir veiða aðallega einir sér eða tveir og tveir sam- an. Stöku sinnum hafa þeir þó sézt fimm eða sex í hóp. Veiði- tíminn er helzt á nóttunni. Vit- að er, að einn dingó hefur drep- ið 16 kindur á einni nóttu og látið hræin ósnert. I New South Wales drápu tveir fullorðnir dingóar og tveir hvolpar þeirra 50 kindur sömu nóttina. Ding- óinn umkringir hóp af kindum, eltir þær þangað til þær þol- 83
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.