Úrval - 01.06.1959, Blaðsíða 101
VILTU SVERJA?
ÚRVAL
anum frá sellóinu sér hún ekki
ófrýnilegt smettið á mér, í
dimmum eftirhljómnum frá
strengjunum heyrir hún ekki
hrjúfa rödd mína, frammi fyrir
sinfóníuhjómsveitinni og selló-
leikaranum hátt uppi á tónpall-
inum í hljómleikasalnum getur
hún ekki séð, að ég er venjuleg-
ur maður: þögull, ljótur og
jarðbundinn. Hún hefur einung-
is tekið eftir því, að þegar ég
sit með þetta mahogníbrúna,
hljómmikla hljóðfæri milli
hnjánna og leik á það, verð ég
gagntekinn undarlegri kennd,
sem hún skilur ekki, en langar
ákaft til að snerta. Nú gælir
hún við líkama minn, en það er
sál mín, sem hana munar í. Það
ætti í rauninni að valda mér
vonbrigðum, að hún girnist
ekki líkama minn, en nú hef ég
cðlast slíka rósemi, og ég get
látið þetta eftir henni beiskju-
laust. Satt að segja ætti ég að
vera þakklátur fyrir að óásjá-
legur líkami minn hefur sveip-
ast dýrðarljóma frægðarinnar
og geislabaug helgisagnarinn-
ar. Hefði ég ekki leikið á selló,
hefði ég ekki setið hér. Hefði
ég verið bakari eða múrari,
hefði hún ekki boðið mér í bíl-
ferð út í guðsgræna nátt-
úruna.
Annars má guð vita,“ flaug
gegnum huga hans þegar hann
fann langar dökkrauðar neglur
hennar þrýstast inn í handar-
bakið á sér. Og hann varð að
taka á öllu sem hann átti til,
svo að hugsanirnar rynnu ekki
frá honum.
„Það sem kórónar allt saman
er það, að konan skuli taka frum-
kvæðið af karlmanninum,“
hugsaði hann. „Það er hún, sem
tekur um hönd mína. Það er
hún, sem hvíslar svarið í eyra
raér, meira að segja áður en ég
hef spurt. Það hefur ekki kom-
ið fyrir mig áður á syndum
spilltri ævi minni.“
Jú, hann mundi óljóst eftir
skækjunni í pútnahúsi í Ham-
borg, þar sem hann hafði verið
við nám tvö kennslumisseri
fyrir mörgum árum. Hún hafði
tekið í hönd hans úti á dans-
gólfinu og spurt hann, hvort
hann langaði ekki í ,,einn“.
Hann minntist þess líka enn
með viðbjóði og dálitlum óróa,
sem komið hafði fyrir hann
seint um kvöld á einni af neð-
anjarðarstöðvunum í París, um
það leyti sem hann var að nema
sellóleik hjá Tréville prófessor.
Þar stóð gömul, fátækleg horuð
kona við hlið hans á brautar-
pallinum, og hún þrýsti sér upp
að honum. Hún var drukkin og
lagði af henni þef að vínanda
og óhreinindum, og það eina
sem prýddi innfallinn, tann-
lausan munninn, var storknuð
rönd af brúnum tóbakslegi í
báðum munnvikjunum. Hún
hafði komið fast upp að honum,
og það var svita og saggalykt
af henni, hún hafði fitlað við
frakkaermi hans og gusað klám-
yrðum framan í hann, og hún
93