Úrval - 01.06.1959, Side 102
ORVAL
VILTU SVERJA?
hafði látið hringla í smápening-
um í vasanum á götóttri káp-
unni og beðið hann að koma með
sér ,,heim“ til að elska hana.
En þessar minningar gerðu
hvorki til né frá. Þær voru til-
viljanir, undantekningar í líf-
inu, þessu jarðneska lífi þar
sem frá upphafi vega hefur ver-
ið litið á það sem lögmál og ó-
rjúfandi nauðsyn, að karlmað-
urinn biðji konunnar, en ekki
öfugt.
Og hvað er það, sem karlmað-
urinn gerir ekki til að öðlast það
sem hann þráir heitast af öllu:
hylli konunnar og auðmjúka
undirgefni hennar?
Hvað hafði ekki konan kost-
að sellóleikarann af krafti, hug-
rekki, uppfinningasemi, svívirð-
ingum, grátbænum, axarsköft-
um og sviksemi, áhættu og
dirfsku, þrá og óteljandi von-
um? Hvað hafði ekki áfergjan
eftir hvítum líkama hennar og
myrku skauti kostað hann í
peningum, tíma og umhugsun?
Hvað hafði hann ekki — eins
og allir karlmenn — gert fyrir
konuna, til að nálgast hana, til
að finna hönd hennar í sinni,
til að leggja hönd sína á hné
hennar og hlusta á hana hvísla
veikt já? Hvað hafði hann ekki
— eins og allir karlmenn —
mátt þjást og þola í fylgd með
hinum skuggalega, óþreytandi
förunaut mannsins: ágimdinni?
Þetta eru staðreyndimar:
Til að vinna hylli konunnar
hafði hann krækt aura upp úr
sparibauk systur sinnar með
stoppunál, stolið úr peninga-
veski móður sinnar, falsað
reikninga til föður síns og hirt
sjálfur mismuninn, leitað með
áköfum hjartslætti eins og
glæpamaður vasa úr vasa á
frökkum félaga sinna í auðum
gangi í tónlistarskólanum, límt
frímerki á bréf á skrifstofu,
spilað póker og keypt hluti í
happdrættinu, verið bílstjóri í
ölgerð, slaufað hádegismat í
tonnatali, og lifað mánuðum
saman á hafragraut og lýsi,
tekið peninga að láni hjá vin-
um sínum og í bönkum, skrifað
undir hrollvekjandi víxileyðu-
blöð, veðsett föt og nótnagrind-
ur og silfurúrið, sem hann fékk
í fermingargjöf, og rænt
súkkulaðisjálfsala.
Til að ganga í augun á kon-
unni hafði hann — eins og all-
ir karlmenn — gengið í gráum
skyrtum og brúnum skyrtum,
bleikum skyrtum og bláum,
hann hafði brotið heilann um
litinn á sokkunum og velt vöng-
um yfir uppbrotinu á buxun-
um, hann hafði reynt stífa
flibba og mjúka, harða hatta og
lina, hatta með uppbrotnum
börðum og flötum börðum,
norska hatta og ítalska, hann
hafði gengið berhöfðaður og
með alpahúfu, hann hafði stað-
ið tímunum saman inni í dimm-
um, þefillum klæðaverzlunum
og athugað hugsjúkur sniðið á
jökkunum, bæði yfir herðarnar
og í bakið; hann hafði þvegið
94