Úrval - 01.06.1959, Side 111
VILTU SVERJA?
ÚRVAL
k
Þrösturinn, sem hafði fælzt
þegar bíliinn kom akandi inn
nndir grenitrén og nam staðar,
var nú sofnaður aftur. Vomótt-
in var kyrrlát og friðsæl. Ekk-
ert hljóð barst frá stóra bíln-
iim, sem stóð á veginum.
En skyndilega hrökk þröst-
ixrinn upp dauðskelkaður. Ein-
hver hafði komið við bílflaut-
nna og hvellur hljómurinn
fyllti skóginn í næturkyrrðinni.
Rétt á eftir var aftur flautað,
en styttra og tempraðra, næst-
um skömmustulega. Þrösturinn
hlustaði, en það var ekki flaut-
að oftar.
Hann teygði úr sér og sperrti
klærnar til að losna við syfju
næturinnar og ók sér gramur í
bragði. En nú höfðu fleiri fugl-
ar vaknað í skóginum, og þegar
þrösturinn leit upp í himininn
sá hann, að það var að koma
morgunn.
Hann kvakaði og hóf sig til
flugs af greininni til að leita að
því einu, sem fugl lætur sig
nokkru skipta: fæðu og maka.
Þegar hann stundu seinna
kom fljúgandi aftur með ána-
maðk í nefinu, var búið að
skrúfa niður báðar hliðarrúð-
ur bílsins að framan, og hann
lieyrði lágan, glaðværan hlátur
manna. Fullur gremju flaug
hann hring yfir bílnum, miðaði
og lét morgunkveðjuna detta
ofan á aflíðandi, dökkgliáandi
þakið.
Stuttu seinna var vélin ræst.
Bíllinn ók aftur á bak út á að-
aiveginn og fjarlægðist hægt og
hægt í áttina til borgarinnar,
baðaður í fyrstu, bleikrauðu
geislum morgunsólarinnar.
Það eina, sem bíllinn skildi
eftir, voru för eftir fjögur hjól
í malarveginum í skóginum og
þunnt, blátt reykský, sem lykt-
aði dauft af benzíni. En brátt
var þessi framandi lykt líka
horfin, og nýr og hressandi
dagur risinn í heimi þrasta og
manna.
Tveimur mannanna börnum
varð þessi nótt minnisstæð.
Þrösturinn var þegar búinn
að gleyma henni.
111111111IIIIIIII1111111111111 llllllllllllllltllfllllllllllllllKIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIilllllllllllllIlllillllli
URVAL
Ritstjóri og útgefandi: Gísli Ólafsson. Afgreiðsla
og ritstjórn: Leifsgötu 16, Reykjavík. Sími 14954.
Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 15.00 hvert hefti í lausasölu
Áskriftaverð 80 kr. á ári. Gjalddagi áskrifta er 1. júlí. Utanáskrift
timaritsins er: ÚRVAL, tímarit, Leifsgötu 16, Reykjavík.
/óiiiiiiiiiiiiliiiiii)iiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiuiiiuiuiiiiaiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniim{‘
108