Gátt - 2009, Page 13
13
F A S T I R L I Ð I R
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
REVOW sem er framhald verkefnisins VOW sem unnið var af
FA á árunum 2006–2008.
Erlend samstarfsverkefni:
OBSERVAL Leonardo-verkefni 2008–2010
OBSERVAL verður gagnabanki um framvindu raunfærnimats
í Evrópu. Verkefnið hlaut styrk Leonardo da Vinci-starfs-
menntaáætlunar Evrópusambandsins. Flest ríki þess eiga
fulltrúa í verkefninu en auk þeirra eru Noregur og Ísland
aðilar. Sviss á áheyrnarfulltrúa.
Í hverju landi fyrir sig verður safnað saman upplýsingum
um hvernig til hefur tekist með raunfærnimat og hverju matið
hefur skilað. Meðal þess efnis, sem safna á saman, eru lög,
reglugerðir, eyðublöð, kynningar, blaðagreinar, tölfræði og
reynslusögur þeirra sem gengið hafa í gegnum matsferlið.
OBSERVAL er stýrt af EUCEN – European University
Continuing Education Network. EUCEN er að grunni til belg-
ísk stofnun sem hefur það að markmiði að efla símenntun
innan háskólasamfélagsins og auka áhrif háskólasamfélags-
ins í þróun símenntunar í Evrópu. Félagar í EUCEN eru 212
talsins frá 42 löndum og aðalstöðvarnar eru í Barcelona.
OBSERVAL-verkefninu lýkur í desember 2010.
Viðurkenning á gildi starfa (REVOW)
Leonardo-verkefni frá 2009–2011
FA fékk styrk frá Leonardo-menntaáætluninni til að stýra
verkefni um raunfærnimat í atvinnulífinu ásamt samstarfs-
aðilum frá Danmörku, Írlandi og Grikklandi. Samningur hefur
verið undirritaður og var fyrsti fundur í október 2009. Verk-
efnið er yfirfærsluverkefni á verkefninu Gildi starfa (VOW) sem
lauk árið 2008. Í þessu nýja verkefni verður aðferðafræðinni
dreift til fleiri landa, auk þess sem aðferðafræðin verður þróuð
einkum með hliðsjón af evrópskum viðmiða ramma (EQF).
Hópur sérfræðinga um raunfærni á vegum
NVL
FA hefur tekið þátt í norrænu sérfræðinganeti um raunfærni-
mat á vegum NVL.
Hlutverk netsins er að:
Móta stefnu og áherslur varðandi raunfærnimat á •
Norðurlöndum
Ræða viðfangsefni •
Miðla og safna reynslu •
Helstu verkefni lutu að því að safna saman upplýsingum
um raunfærnimat og miðla upplýsingum um framkvæmd. Á
árinu var lögð áhersla á að safna upplýsingum um verkfæri
sem hægt er að nálgast með rafrænum hætti. Einnig er búið
að leggja drög að hringborðsumræðum um raunfærnimat en
raunfærnimat er eitt af áhersluverkefnum á vegum norrænu
ráðherranefndarinnar árið 2009.
Íslenskur ráðgjafahópur starfar í tengslum við sérfræð-
inganetið og kom hann saman á árinu til að fjalla um þró-
unina hérlendis.
Þróun náms- og starfsráðgjafar
Náms- og starfsráðgjöf fyrir fólk í atvinnulífinu er nú starfrækt
hjá öllum símenntunarmiðstöðvunum og Mími-símenntun
fjórða árið í röð og hjá IÐUNNI fræðslusetri og Fræðsluskrif-
stofu rafiðnaðarins þriðja árið í röð með samningum við FA.
Hlutverk FA er að halda utan um samstarfsnet þessara ráð-
gjafa og veita þeim handleiðslu og ráðgjöf eftir megni ásamt
því að þróa ráðgjöfina í samstarfi við þá.
Samráðsvettvangur – fræðslufundir
Haldnir voru fimm fræðslu- og samráðsfundir með náms- og
starfsráðgjöfum í samstarfsneti FA.
Fyrsti fræðslufundurinn var haldinn 12. september. Á
Starfsmenn FA með REVOW samninginn. Frá vinstri: Haukur Harðarson, Ingibjörg Elsa Guðmunds-
dóttir og Guðrún Reykdal.