Gátt - 2009, Side 38

Gátt - 2009, Side 38
38 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 ingi, fjölskylduböndum og þörfinni fyrir félagsleg samskipti á vinnustaðnum. Hins vegar njóta Norðurlandabúar sérstakra forréttinda eins og heilsutrygginga, lífeyris eftir starfslok og möguleika á símenntun sem lögskipuðum rétti. Fólk vill eiga valkosti varðandi eigið líf og eldra fólk er þar engin undantekning. Það vill eiga val um hvar og hve- nær starfað er og hvort farið er snemma á eftirlaun eða unnið hlutastarf eða fullt starf svo lengi sem heilsan leyfir og hæfnin og reynslan er nýtanleg. Þetta er einfaldlega hluti af hinni mannlegu leit að vellíðan og hamingju í lífinu. Spurningin, sem hefur legið að baki öllu starfi ESN-hóps- ins, er þess vegna: Hversu opið er hið „norræna fyrirkomu- lag“ fyrir þörf fólks á síðari hluta ævinnar til þess að móta sitt eigið líf með símenntun á vinnustaðnum og eftir starfslok? Segja má að lífseigar goðsagnir varðandi eldra starfs- fólk og nám á efri árum einkenni enn menningu nor- rænu þjóðanna. Þessi gamalgróna hugarafstaða hefur djúpstæð áhrif á ímynd samfélagsins af eldra fólki, sem hefur lokast inni í ramma fyrirframgerðra hugmynda, hvað felist í því að eldast, verða eldri. Þrýstingur vinnufélaga, afstaða maka, fjölskyldu og vina hefur mikil áhrif á væntingar hinna eldri til sjálfs sín og samfélagsins. Góðu fréttirnar eru hins vegar að augljóslega er jákvæðari sýn að mótast gagnvart eldra starfsfólki og hæfni þess. Þótt nokkurs mismunar gæti meðal norrænu þjóðanna innbyrðis má fullyrða að hið norræna velferðarkerfi og hinir víðtæku möguleikar til fræðslu fullorðinna á Norðurlöndum skapi traustan grundvöll fyrir almenna virkni og fræðslu, einnig fyrir eldra starfsfólk. Á síðustu árum hafa orðið gagngerar breytingar á við- horfum og aðgerðum fólks á Norðurlöndum hvað varðar eldra fólk og símenntun þess. Helstu áhrifavaldar þessara breytinga hafa verið: breytingar á lögum varðandi jafnrétti og kröftugar aðgerðir stjórnvalda til þess að framfylgja þeim og enn fremur fjölþætt þróun í samfélaginu sem hefur áhrif á líf og lífsmáta einstaklinganna. Fólk á sjötugsaldri nú er stórum heilsubetra, betur menntað og hefur allt aðra reynslu af þátt- töku í framgangi vinnustaðarins en fyrri kynslóðir. Samtök launafólks á Norðurlöndum eru yfirleitt vel skipulögð og eldra starfsfólk er gjarnan ábyrgt félags- fólk. Þátttaka fagfélaga og verkalýðsfélaga í þessari umræðu og breytingaferlinu er því afar áríðandi. Hug- myndin um símenntun og þörfin fyrir störf sem skipta máli hefur verið hluti af samningagerð aðila atvinnulífsins alls staðar á Norðurlöndunum. Samt er það svo að ekki hafa allir notið þeirra möguleika – eða ekki nýtt sér þá – til þess að halda áfram að mennta sig en það gæti verið þáttur í því að byggja upp starfsframa þeirra. Því er oft haldið fram að símenntun sé orðin hið nýja tæki til að tryggja starfsöryggi á dagskrá launþegasamtakanna þar sem „símenntun er að verða jafnmikilvæg réttindi fyrir starfs- lið samtímans eins og réttur til eftirlauna var áður fyrr“ segir í ársskýrslu ILO 2003. Hins vegar hefur útvíkkun starfsframa eldra starfsfólks ekki verið á dagskránni þar til nýlega. Samkvæmt hefðinni hefur megináhersla fagfélaganna í samningagerðinni hvílt á styttingu bæði vinnutímans og starfsævinnar. Jafnvel þótt fagfélögin hafi smám saman gert sér ljóst að eldra starfsfólk vildi eiga val um lengri starfs- ævi hefur farið lítið fyrir kynningu slíkra hugmynda meðal félagsmanna. Ýmsar kannanir hafa reyndar sýnt að samtök launafólks eru í mjög erfiðri aðstöðu í þessu máli en þær sýna jafnframt að samtökin ættu að þróa skýrari stefnu og verk- Vefsíða ESN hópsins á vef NVL, www.nordvux.net
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Gátt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.