Gátt - 2009, Síða 54

Gátt - 2009, Síða 54
54 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 F Æ R N I Í F E R Ð A Þ J Ó N U S T U N Ý T T G R U N N N Á M Í F E R Ð A Þ J Ó N U S T U MARÍA GUÐMUNDSDÓTTIR OG SKÚLI THORODDSEN Í kjölfar þarfagreiningar, sem Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) höfðu forgöngu um að láta vinna á árinu 2005, hófst samstarf SAF og Starfsgreinasambandsins (SGS) um að skipuleggja og hrinda úr vör starfsmenntun í þágu atvinnu- greinarinnar árið 2006. Þarfagreiningin var unnin af HRM Rannsóknum og ráðgjöf í samstarfi við Starfsgreinaráð um náttúrunýtingu, Starfsafl, Landsmennt og Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks og með styrk frá Starfsmennta- sjóði félagsmálaráðuneytisins og menntamálaráðuneyti. Það var mat bæði stjórnenda í ferðaþjónustu og starfsmanna að brýn þörf væri fyrir aukna menntun í greininni. Grunn- menntun er bágborin og óskipulögð en atvinnugreinin kallar á starfsnám, sérhæft nám, símenntun og alþjóðleg tengsl til að geta þróast faglega sem gæðaþjónusta. Í því sambandi er mikilvægt að allir hagsmunaaðilar á sviði ferðaþjónustu legg- ist á eitt til að auka samkeppnishæfi greinarinnar og hæfni starfsmanna. Styrkja þarf grunnstoðir greinarinnar á sviði fræðslu og menntunar og á það ekki síst við um allan þann fjölda starfsmanna með litla formlega menntun á veitinga- og gistihúsum, í hvers konar ferðaþjónustu, s.s. afþreyingu, hjá bílaleigum, hópbifreiðum og öðrum þjónustufyrirtækjum sem sinna ferðamönnum. Hlutfall þeirra sem minnsta form- lega menntun hafa reyndist almennt vera mjög hátt eða 28–38% en þó mismunandi eftir störfum innan greinarinnar. Einna hæst reyndist hlutfallið á veitingastöðum eða 44%. B R E I T T S A M S T A R F Til þess að ná því markmiði að efla fræðslu og nám í ferða- þjónustu efndu SAF og SGS til sameiginlegrar umræðu með fræðsluaðilum vorið 2006 þar sem farið var í saumana á skýrslunni, grunnþarfir ferðaþjónustunnar til menntunar voru skilgreindar og þeim forgangsraðað eftir þörfum. Í fram- haldi af þeirri umræðu ákváðu samtökin að taka frumkvæði að „námi í ferðaþjónustu” sem yrði skipulagt með þeim hætti að það gæti tengst námsframboði í skyldum greinum ferðaþjónustunnar. Stofnaður var vinnuhópur um gerð nýrra námsskráa í samstarfi við Fræðslumiðstöð atvinnulífsins sem ætlaðar eru þeim sem starfa eða stefna að starfi í greininni. Í hópnum áttu sæti, auk fulltrúa frá SAF og SGS og Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins, fulltrúar frá Símey og Mími, starfs- menntasjóðunum Starfsafli, Landsmennt og VR en allir þessir aðilar eru tengdir endurmenntun fólks á vinnumarkaði. Verk- efnisstjórnin hófst síðan handa við samstarf að verkefninu „Færni í ferðaþjónustu“ og hannaði í fyrstu lotu nám, „þjón- ustugrunn“ fyrir fólk með litla formlega menntun sem starfar á veitinga- og gistihúsum og í hliðstæðri starfsemi innan ferðaþjónustunnar eða stefna að starfi í greininni. Mjög gott samstarf um innihald og vinnu við gerð námsskránna hefur átt sér stað innan hópsins í samvinnu við bakland SAF og SGS úr atvinnulífinu. S T Y R K U R F R Á L E O N A R D O – F Y R I R - M Y N D A R V E R K E F N I L E O N A R D O Við hönnun námsins var gengið út frá þörfum greinarinnar og aðstæðum starfsfólks. Mikilvægt var að skoða hvernig aðrar þjóðir hefðu skipulagt nám fyrir þennan markhóp. Verkefnisstjórnin hlaut styrk frá mannaskiptaverkefni Leon- ardos og skipti með sér verkum þegar farið var í námsferðir til Finnlands og Svíþjóðar 2006 og hópnum var miðlað af reynslu og þekkingu í fullorðinsfræðslu innan fagsviðs ferða- þjónustunnar. Niðurstöður heimsóknarinnar komu sér mjög vel í námskrárgerðinni en þátttakendur komu heim með nýjar hugmyndir og efni sem og sterkara tengslanet innan ferðaþjónustunnar í Evrópu. Á síðastliðnu ári var verkefnið valið Fyrirmyndarverkefni Leonardos en það hlaut viðurkenn- María Guðmundsdóttir Skúli Thoroddsen
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.