Gátt - 2009, Síða 57

Gátt - 2009, Síða 57
57 F U L L O R Ð I N S F R Æ Ð S L A O G S T A R F S M E N N T U N G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 V I Ð M I Ð U M Í S L E N S K T S K Ó L A K E R F I BJÖRG PÉTURSDÓTTIR Alþjóðleg umræða um menntamál einkennist æ meira af áherslunni á hæfni einstaklingsins til að lifa og hrærast í síbreytilegu umhverfi og að menntun eigi sér stað allt lífið, í gegnum skóla, starf og tómstundir. Evrópusambandið, OECD og löndin í kringum okkur beina sjónum í vaxandi mæli að hæfni einstaklingsins í móðurmáli, erlendum málum, að beita stærðfræði í dagsins önn og ekki síst að þeirri hæfni sem viðkomandi þarf að búa yfir til að geta lifað og unnið í sátt við sjálfan sig, hafi möguleika á að þróast í og með umhverfi sínu og eigi möguleika á að bæta lífsskilyrði sín með því m.a. að geta tekið meðvitaðar ákvarðanir og haldið áfram námi. Aukið flæði vinnuafls á milli landa veldur því að fólk, sem farið hefur ólíkar menntunarleiðir, vinnur störf sem krefjast sambærilegrar hæfni og starfsréttinda. Ástæðan er sú að skólakerfi hverrar þjóðar hefur mótast af mismunandi hefðum og leiðir að settu marki eru margs konar. Þessi fjöl- breytni í menntun ýtir undir áherslu á hæfni einstaklinga að námi loknu, í stað áherslu á sjálfa menntunarleiðina. Flutn- ingur vinnuafls vekur athygli á mikilvægi þess að fólk eigi auðvelt með að fá menntun sína metna og geti haldið áfram menntun sinni í mismunandi löndum, hvort sem um er að ræða starfsnám eða almennt nám. Sem merki um þessa þróun má nefna þrennt. 1. Frá því árið 2005 hefur Evrópusambandið unnið markvisst að því að auðvelda starfsnámsnemendum að geta flutt sig á milli skóla mismunandi landa og að taka starfsþjálfun í öðru landi en heimalandinu. Þetta endurspeglast m.a. í evrópska námseiningamatskerfinu ECVET sem gerir kleift að skrá og leggja faglegt mat á niðurstöður náms sem hefur farið fram í öðru landi, hvort sem um er að ræða fastmótað eða óhefðbundið starfsnám. 2. Árið 2006 voru samþykkt á Íslandi ný lög um háskóla sem m.a. tóku tillit til samkomulags sem kennt er við Bologna en í því samþykkja öll Evrópulöndin að taka upp háskólakerfi sem miðar við þrjú ár í fyrstu gráðu (bachelor), tvö ár í næstu gráðu (master) og þrjú ár í doktorsgráðu sem er efsta gráða háskólastigsins. Mark- Ný lög um framhaldsskóla gera ráð fyrir að þeir semji námsbrautarlýsingar og sendi þær til staðfestingar til ráðuneytisins kallar á nýtt verkferli og utanumhald innan ráðuneytisins. Verið er að vinna að þróun gagnagrunns sem halda á utan um verkferlið, upplýsingar, við- mið og sniðmát fyrir skólana. Framhaldsskólarnir skulu nýta sér grunninn við gerð náms- brautalýsinga en ætlast er til að þær innihaldi ekki einungis upplýsingar um skipulag náms- brauta heldur einnig upplýsingar um kennsluhætti, námsmat, hvaða hæfni nemendur eiga að búa yfir að námi loknu og hvaða dyr standa þeim opnar. Frá árinu 2007 hefur ráðuneytið unnið að þróun hæfni- og viðmiðaramma um náms- lok á framhaldsskólastigi. Þessi viðmiðarammi flokkar námstilboð á framhaldsskólastigi á fjögur hæfniþrep og er ætlað að auðvelda fólki að greina lokamarkmið náms, hvaða réttindi þau fela í sér og auðvelda mat á námi utan hins formlega skólakerfis, þ.e. óformlegu og formlausu námi. Ramminn nýtist einnig við að tengja íslenskar prófgráður inn á hæfniþrep Evrópusambandsins sem birtast í evrópska viðmiðarammanum (European Qualification Framework, EQF). Viðmiðaramminn krefst þess að framhaldsskólar skilgreini nám og náms- brautir á hæfniþrep 1, 2, 3 eða 4. Í framhaldi er gert ráð fyrir að allir þeir sem bjóða upp á nám skilgreini það á hæfniþrep, hvort sem það er formlegt eða óformlegt. Viðmiðaramminn og sniðmát að námsbrautum eru verkfæri sem nýtast eiga skólum við námskrárgerð og skipulag námsbrauta. Sniðmátunum er ætlað að tryggja að brautir skili nemanda með hæfni á þrepi 1, 2, 3 eða 4. Þeim er einnig ætlað að auðvelda samanburð milli brauta, auðvelda mat nemenda milli skóla og gefa upplýsingar um skilyrði menntamálaráðuneytis við staðfestingu námsbrauta. Björg Pétursdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.