Gátt - 2009, Blaðsíða 64
64
F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S
G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9
„ É G V A R B A R A T O S S I “
N I Ð U R S T Ö Ð U R K Ö N N U N A R S E M L Ö G Ð V A R F Y R I R
Þ Á T T T A K E N D U R Í L E S - O G S K R I F B L I N D U N Á M I Á V E G U M
S Í M E N N T U N A R M I Ð S T Ö Ð V A
ÞÓRA ÁSGEIRSDÓTTIR
Ánægja með námskeiðin er ótvíræð.
Næstum 97% þátttakenda segjast
annaðhvort mjög eða frekar ánægð
með námskeiðin. Hvergi er mark-
tækur munur á milli hópa, þannig að
allir virðast jafnánægðir.
Einnig var spurt hvort námið hefði almennt komið þátt-
takendum að miklu eða litlu gagni. Ljóst er að námskeiðin
koma langflestum að gagni því að fjórir af hverjum fimm
aðspurðra segjast hafa haft gagn af námskeiðunum sem
nýttust þeim að námskeiðunum loknum. Þeir sem sóttu
námskeiðið á höfuðborgarsvæðinu segja að námskeiðin
hafi komið að meira gagni en þeir sem sóttu námskeiðin
utan höfuð borgarsvæðisins. Munurinn er marktækur. Tvær
hugsan legar ástæður eru fyrir þessu. Annars vegar að nám-
skeiðin séu einfaldlega betri á höfuðborgarsvæðinu en
annars staðar á landinu en niðurstöður annarra spurninga
styðja þó ekki þá tilgátu. Líklegra er að tækifæri, sem bjóð-
ast að námskeiðum loknum, séu fleiri á höfuðborgarsvæðinu
fyrir þennan hóp og þess vegna komi námið þeim að meira
gagni.
Enda kemur í ljós, þegar spurt er hvort námskeiðin
hafi orðið til þess að fjölga tækifærum fólks í starfi, að
marktækt hærra hlutfall þeirra sem tekið hafa námskeiðin
á höfuðborgar svæðinu segja að námskeiðin hafi orðið til að
fjölga þeim tækifærum sem þeim bjóðast. Næstum tveir af
hverjum fimm telja að tækifærum hafi fjölgað en meira en
þrír af hverjum fimm segja að námskeiðin hafi engu breytt
þar um. Einnig kemur fram marktækur munur sem sýnir að
þeir sem voru undir 45 ára aldri þegar þeir sátu námskeiðin
eru líklegri til að fá fleiri tækifæri eftir námskeiðin en hinir
sem voru eldri en 45 ára. Því ætti að kappkosta að hvetja
yngra fólk til að sækja námskeiðin.
A Ð F E R Ð I R N Á M S K E I Ð A N N A
Á námskeiðunum eru kenndar ýmsar aðferðir hannaðar til að
hjálpa fólki sem á við lestrarerfiðleika/læsisvanda að stríða.
Mismunandi aðferðir eru kenndar á hvoru námskeiði fyrir sig.
Mynd 1. Almennt séð, ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með
námskeiðið … sem þú sóttir?
Mynd 2. Myndir þú segja að þú hafir nýtt þér aðferðirnar, sem
kenndar voru á námskeiðinu, vel eða illa eftir að námskeiðinu lauk?
Síðustu sex árin hafa á sjötta hundrað manns sótt námskeið hjá hinum ýmsu símenntunarmið-
stöðvum landsins vegna les- eða skrifblindu. Þetta eru námskeiðin „Aftur í nám“ og „Skref til
sjálfshjálpar í ritun og lestri“. Flestir hafa sótt námskeiðið „Aftur í nám“ en rúmlega 70 manns
sóttu námskeiðið „Skref til sjálfshjálpar í ritun og lestri“. Í þessari grein er ætlunin að stikla á
stóru í niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal þátttakenda í nefndum námskeiðum. Nið-
urstöðurnar eru ekki greindar á grundvelli þess hvort námskeiðið var sótt heldur er um heildar-
niðurstöður fyrir allan hópinn að ræða.
Þóra Ásgeirsdóttir
Mjög ánægður
Frekar ánægður
Hvorki né
Frekar óánægð(ur)
Mjög óánægð(ur)
62%
34,8%
2,7% 0,5%
Mjö ánægður
Frekar ánægður
Hvorki né
Frekar óánægð(ur)
Mjög óánægð(ur)
62%
34,8%
2 7 0,5%
16,8%
6,3%
48,1%
15,2%
13,6%
Mjög vel
Frekar vel
Hvorki vel né illa
Frekar illa
Mjög illa
16,8%
6,3%
48,1%
15,2%
13,6%
Mjög vel
Frekar vel
Hvorki vel né illa
Frekar illa
Mjög illa