Gátt - 2009, Qupperneq 68

Gátt - 2009, Qupperneq 68
68 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Í fyrsta tölublaði Gáttar hófum við umræðuna um merkingu íðorða á sviði fullorðinsfræðslu. Eins og í öllum öðrum tölu- blöðum Gáttar munum við velta fyrir okkur nokkrum hugtökum sem varða viðfangsefni Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, FA. Þeir sem þar starfa finna þörf fyrir að hugtök, sem notuð eru í umræðu um fræðslumál fullorðinna, séu skýrt skilgreind. Því höfum við fastan þátt hér í ársritinu Gátt þar sem fjallað er um slík hugtök með það að markmiði að koma af stað umræðum og ná samkomulagi um heppilega og samræmda notkun þeirra íðorða sem notuð eru um hugtökin. Í þessu tölublaði verður þátturinn með aðeins öðru sniði en hefur verið fram til þessa. Eins og áður eru sett fram ensk íðorð og tillögur að íslenskum þýðingum og skilgreiningum. Í þetta sinn eru öll íðorðin af lista yfir eitt hundrað helstu hug- tök um menntun og þjálfun sem CEDEFOP – starfsmennta- stofnun Evrópu hefur gefið út á fjölmörgum tungumálum. Listinn er einkum ætlaður fræðimönnum og öðrum sem fást við menntun og mótun menntastefnu. Listinn er ekki tæm- andi skrá hugtaka sem eru notuð af sérfræðingum, heldur er honum ætlað að innihalda lykilhugtök sem eru nauðsynleg til þess að bera skynbragð á menntun og þjálfun í Evrópu. FA gegnir því hlutverki að vera vettvangur samstarfs og umræðu um fullorðinsfræðslu og kennslufræði fullorðinna. Innan FA er starfandi hópur sérfræðinga sem stöðugt veltir fyrir sér heppilegri íðorðanotkun og prófar sig áfram með mismunandi íðorð. Þar sem umræður um hugtökin þóttu ekki hafa komist á nægilegt flug var ákveðið snemma á árinu 2009 að setja á laggirnar svokallaðan hugtakahóp og bjóða til samstarfs sér- fræðingum frá öllum helstu stofnunum sem koma að málefn- inu. Hópnum var ætlað að skilgreina hugtök sem varða nám og menntun fullorðinna. Í hópnum sátu: Ágústa Þorbergsdóttir frá málræktarsviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Björg Pétursdóttir, menntamálaráðuneyti, Björgvin R. Andersen, hugtakasafni Þýðingamiðstöðvar utanríkisráðuneyt- isins, Hróbjartur Árnason menntavísindasviði HÍ, Ólafur Grétar Kristjánsson, menntamálaráðuneyti auk starfsmanna Fræðslu- miðstöðvar atvinnulífsins. Fljótlega var ákveðið að styðjast við lista CEDEFOP – starfsmenntastofnunar Evrópu yfir 100 helstu hugtök í menntun og þýða skilgreiningar sem þar eru og finna síðan rétt íðorð á íslensku. Verkefnið naut styrks frá mennta- málaráðuneytinu til að ráða þýðanda til að snúa skilgreining- unum yfir á íslensku. Elísabet Gunnarsdóttir þýddi skilgreining- arnar í listanum og starfaði einnig með hugtakahópnum við að finna viðeigandi íðorð á íslensku. Verkefninu lauk í byrjun októbermánaðar og hefur listinn með íslenskum hugtökum og skilgreiningum verið sendur til menntamálaráðuneytisins. Hugtakahópurinn hefur ekki alveg lokið störfum. Hóp- urinn ákvað að hittast aftur að ári til þess að fara yfir hvernig viðtökur íðorðin hafa fengið. Hafa þau verið tekin í almenna notkun og hefur verið fjallað á öðrum vettvangi? Þessari hugtakaumfjöllun þarf síðan að fylgja eftir með því að fá áhugasama til að tjá sig. competence færni / hæfni Getan til að beita lærdómi á viðunandi hátt í ákveðnu samhengi (menntun, starfi, einstaklingsþroska eða fagþróun). Athugasemd: Færni / hæfni á ekki aðeins við um vitsmunalega þætti (að beita kennisetningum, hugtökum eða almennri þekkingu); hún nær einnig til starfrænna sviða (sem fela í sér tæknileikni) og siðrænna gilda. qualification hæfi a) formlegt hæfi b) starfskröfur Hæfi vísar annars vegar til: a) formlegs hæfis, sem er formleg niðurstaða (skírteini, námstitill) mats og staðfest- ingar sem fæst með því að viðeigandi aðili segir fyrir um að einstaklingur hafi öðl- ast fullnægjandi lærdóm og/eða hafi til að bera nauðsynlega færni til að vinna verk á ákveðnu sviði. Hæfi veitir opinbera viðurkenningu á gildi lærdóms í atvinnulífinu og varðandi menntun. Hæfi getur veitt lögbundin réttindi til að stunda ákveðna atvinnugrein (OECD); og hins vegar b) starfskrafna, sem eru sú þekking og leikni sem krafist er til að leysa af hendi þau verk sem felast í ákveðnu starfi (ILO). Hugtak á ensku: Íslensk þýðing: Merking / skilgreining: H V A Ð Á T T U V I Ð ? RITSTJÓRNIN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.