Gátt - 2009, Síða 85

Gátt - 2009, Síða 85
85 R Á Ð G J Ö F O G R A U N F Æ R N I M A T G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 R A U N F Æ R N I M A T – Á R A N G U R O G Á S K O R A N I R HILDUR ELÍN VIGNIR Bættu um betur er þróunarverkefni þar sem gengið er út frá því að eðlilegt sé að meta færni einstaklings óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Verkefnið felst í því að búa til leiðir til að meta færni þátttakenda, stöðu þeirra í iðn- og starfsnámi og gefa þeim kost á að ljúka námi og öðl- ast réttindi í iðngrein sinni. Mat á raunfærni byggist á þeirri hugmynd að nám fari ekki eingöngu fram innan formlega skólakerfisins heldur í alls konar aðstæðum en að allt nám sé verðmætt og það sé skjalfest óháð því hvar þess hefur verið aflað. Tilgangur raunfærnimats er að draga fram og meta fjölbreytilega raunfærni sem einstaklingurinn býr yfir. Frá árinu 2007 hefur raunfærnimat verið framkvæmt í 12 greinum. Þær eru vélvirkjun, húsasmíði, málaraiðn, hár- snyrtiiðn, bifvélavirkjun, bílamálun, bílasmíði, matreiðsla, framreiðsla, pípulagnir, ljósmyndun og matartækni. Mest eftirspurn hefur verið eftir raunfærnimati í húsasmíði. Nýjar greinar á þessu ári eru blikksmíði, stálsmíði, múraraiðn og vélstjórn. Þegar hafa 217 þátttakendur lokið raunfærnimatsferli að fullu en um 100 einstaklingar eru í ferli þessa dagana. Samtals hafa einstaklingar, sem lokið hafa raunfærni- matsferli, fengið 6.094 einingar metnar en áætlun okkar er að í árslok 2009 verði þessar einingar orðnar mun fleiri. Af þessum 217 þátttakendum hafa 53 lokið sveinsprófi nú þegar. Um 80% þeirra eru í námi þessa dagana og það verður að teljast mjög gott. Skorað er á fullorðinsfræðslu- aðila og framhaldsskóla að bjóða upp á fjölbreyttar náms- leiðir til að ljúka námi þegar raunfærnimatsferlinu er lokið en þá þurfa einstaklingar iðulega að setjast á skólabekk og ljúka því sem eftir stendur af almennum greinum og faggreinum. Reynslan hefur sýnt okkur að samstaða og stuðningur innan Raunfærni er færni sem einstaklingur hefur náð með ýmsum hætti, s.s. starfsreynslu, starfs- námi, frístundanámi, skólanámi, félagsstörfum og fjölskyldulífi. Mat á raunfærni bygg- ist á þeirri hugmynd að nám fari fram við alls konar aðstæður og í alls konar samhengi. IÐAN hefur framkvæmt raunfærnimat samkvæmt samningi við Fræðslumiðstöð atvinnu- lífsins síðan 2007 undir heitinu Bættu um betur. Raunfærnimat hefur verið framkvæmt í 12 greinum og hefur reynslan sýnt að stuðningur og hvatning frá náms- og starfsráðgjafa skiptir miklu máli fyrir alla aðila sem koma að raunfærnimatinu og næstu skrefum að því loknu. Samtals hafa verið metnar 6.094 einingar í gegnum Bættu um betur. raunfærnimatshópsins hefur mikið að segja þegar þátttakendur íhuga næstu skref. Bættu um betur byrjaði sem þró- unarverkefni á höfuðborgarsvæðinu en í samvinnu við símenntunarmiðstöðvar á landsbyggðinni hefur verið hægt að bjóða upp á þessa þjónustu utan höf- uðborgarsvæðisins, m.a. á Norðurlandi, Austurlandi og Vest- fjörðum. Í haust er fyrirhugað að hefja raunfærnimat á Vesturlandi, Suðurnesjum, Suð-Austurlandi og í Vestmannaeyjum. U M H Ö F U N D I N N : Hildur Elín Vignir er framkvæmdastjóri IÐUNNAR fræðsluset- urs. Hún hefur B.Ed.-próf frá Kennaraháskóla Íslands og diplómapróf í náms- og starfsráðgjöf. Hildur Elín var áður forstöðumaður þjálfunarlausna hjá IMG sem nú heitir Capa- cent. Hildur Elín Vignir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.