Gátt - 2009, Page 88

Gátt - 2009, Page 88
88 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 Var ekki nóg að gera fyrir ófaglærða iðnaðarmenn þegar íslenskt efnahagslíf var í blóma veturinn 2006–2007? Svanur segir að hann hafi í raun haft næg verkefni, það hafi ekki verið vandamálið. Það var samt eitthvað innra með honum sem var að trufla hann og segja honum að klára námið. „Af hverju á ég að borga þér fullt verð þegar þú ert ekki með réttindi?“ Þetta var athugasemd sem Svanur fékk stundum að heyra frá sínum viðskiptavinum og hvatti Svan enn frekar að gera enn eina tilraunina við sveinsprófið. Svanur segir það ómetanlegt að hafa getað farið þessa leið sem raunfærnimatið býður upp á, þ.e. að geta fengið færni sína, sem hann hafði áunnið sér í sínu starfi í 15 ár, metna. Á starfsferli sínum var Svanur meðvitaður um mik- ilvægi þess að koma að sem flestum þáttum sem snúa að húsbyggingum, ekki vera eingöngu í uppsteypu nýbygginga heldur koma einnig að parketlögnum, innanhússinnrétt- ingum og gluggaísetningum svo eitthvað sé nefnt. Þessi fjöl- breytni í verkefnavali hjá Svani kom honum án efa mjög vel þegar færni hans var metin til eininga í raunfærnimatinu. Svanur var ánægður með framkvæmd raunfærnimatsins en nefnir að hann hafi átt það til að vanmeta færni sína á ýmsum sviðum þegar hann var að fylla út matsblaðið. Svanur segir að hann hafi ævinlega verið með kvíðahnút í maganum hér áður fyrr þegar kom að prófi en í raunfærnimatinu hafi þetta horft allt öðruvísi við. Þar hafi þetta verið meira eins að fara í viðtal en ekki próf. Hverju skyldi það hafa breytt hjá Svani að hafa farið í raunfærnimatið og að hafa klárað sveinsprófið? „Það hefur klárlega aukið sjálfstraustið að hafa klárað sveinprófið og vera kominn með full réttindi sem húsasmiður. Ég kláraði námið stuttu fyrir bankahrun og vil ekki hugsa þá hugsun til enda ef ég væri ófaglærður á markaðnum núna. Þrátt fyrir mikinn samdrátt í greininni núna hef ég ekki misst dag úr vinnu en það hefði horft allt öðruvísi við ef ég hefði ekki verið með réttindin,“ segir Svanur. Hann segir að ófaglærðir starfsmenn séu oftar en ekki þeir sem fá uppsögn fyrstir allra. Oft eru það einstaklingar sem hafa byggt upp traust samband við sinn eigin atvinnurekanda. Þegar það samband slitnar standa þessir einstaklingar oft mjög höllum fæti og eiga mjög erfitt að fá aftur sams konar vinnu sökum þess að þeir hafa ekki tilskilda menntun. Í dag er Svanur á þriðju önn af fjórum í meistaranámi í húsasmíði og stundar það nám á kvöldin og um helgar ásamt því að vinna fulla vinnu við starf sitt í smíðunum og vera með fjölskyldu. Svanur segist ekki hafa neitt fleiri klukkustundir í sólarhringnum en aðrir en hann hafi alla tíð verið ófeiminn að taka til hendinni en vill þó nefna að sá stuðningur, sem hann hafi fengið heima við hjá sínum nánustu, hafi þó vegið þyngst. Svanur hefur verið duglegur að miðla sinni góðu reynslu af raunfærnimatinu. „Ég veit að það eru margir þarna úti sem eru í svipuðum sporum og ég var á sínum tíma og jafnvel margir atvinnulausir í dag. Þarna er komin ný nálgun sem ég veit að mun hjálpa fleirum en mér til að ljúka sínu námi,“ segir Svanur Þór Brandsson að lokum. Svanur Þór að kynna raunfærnimat ásamt Iðunni Kjartansdóttur náms- og starfsráðgjafa hjá IÐUNNI fræðslusetri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Gátt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.