Gátt - 2009, Síða 93

Gátt - 2009, Síða 93
93 A F S J Ó N A R H Ó L I G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 F R Æ Ð S L U M Á L Í H Ú S A S M I Ð J U N N I ELÍN HLÍF HELGADÓTTIR H Ú S A S M I Ð J A N Húsasmiðjan hf. er stærsti söluaðili byggingarvara á Íslandi og í hópi stærstu fyrirtækja landsins. Húsasmiðjan rekur 19 verslanir á landsvísu. Hjá Húsasmiðjunni starfa að jafnaði um 610 manns á öllum aldri. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á að starfsmenn eigi þess kost að vaxa og dafna í starfi og rekur í því skyni m.a. sérstakan skóla, Húsasmiðjuskólann. H Ú S A S M I Ð J U S K Ó L I N N Húsasmiðjan leggur mikið upp úr samhentum hópi hæfi- leikaríks starfsfólks og hefur fyrirtækið það að markmiði að hlúa sem best að þjálfun starfsmanna sinna til að þeir séu sem best undir það búnir að sinna sínu starfi af metn- aði og kostgæfni. Starf Húsasmiðjuskólans tekur alltaf mið af áherslu fyrirtækisins á hverjum tíma og er starfi skólans skipt upp í tvö tímabil, vorönn og haustönn. Vorönnin nær yfir tímabilið janúar til júní og haustönnin nær yfir tímabilið september til desember. Kennarar skólans eru einkum starfs- menn fyrirtækisins sem búa yfir mikilli starfsreynslu og þekk- ingu auk þess sem skólinn fær til sín sérfræðinga á ýmsum sviðum s.s. sölu, þjónustu, sjálfsstyrkingu og tölvukennslu. Þá kenna birgjar fyrirtækisins, erlendir og innlendir, alltaf nokkur námskeið á hverri önn. Tvisvar á ári er fræðsluþörf starfsmanna könnuð bæði meðal starfsmanna og stjórnenda. Hver starfsmaður fær í hendur eyðublað þar sem talin eru upp helstu námskeið og hver starfsmaður merkir við þau námskeið sem hann hefur hug á að sækja. Auk þess getur hver og einn komið fram með óskir um ný námskeið. Þá er rætt við stjórnendur til að meta áherslur fyrirtækisins hverju sinni. Niðurstaða þessarar könn- unar er notuð til hliðsjónar þegar námskeið eru skipulögð og í framhaldinu gefin út fræðsludagskrá með upplýsingum um þau námskeið sem boðið verður upp á. Fræðsludagskránni er dreift á prenti til allra starfsmanna auk þess sem finna má á innra neti fyrirtækisins upplýsingar um námskeið sem eru í boði og fer öll skráning fram rafrænt í gegnum netið. Þá eru á innra neti fyrirtækisins öll kennslugögn þannig að starfsmenn geta nálgast öll þau gögn sem þeir þurfa á að halda þegar þeim hentar. Þjálfun og fræðsla starfsmanna fer að stærstum hluta fram í Húsasmiðjuskólanum en starfsmenn sækja einnig nám- skeið utan fyrirtækisins sem haldin eru á vegum ýmissa skóla, stofnana og félagasamtaka. Þá er algengt að starfsmenn, sem búa yfir mikilli þekkingu, fari á milli verslana og kenni hverjum og einum það sem hann þarf á að halda. Í fræðsludagskrá hverrar annar er að finna um 40 námskeið sem skiptast í 9 flokka. Í boði eru bæði fagnámskeið, námskeið í vinnu- reglum fyrirtækisins, námskeið í ferlum og kerfum, nýliðanámskeið, verkleg námskeið og almenn námskeið sem auka persónulega færni. Meðal nám- skeiða, sem boðið er upp á, má nefna sölu- og þjónustunám- skeið, stjórnendanámskeið, vöruframsetningarnámskeið, vöruþekkingarnámskeið, vörustjórnunarnámskeið, örygg- isnámskeið auk ýmissa tölvunámskeiða sem tengjast vinnu starfsmanna: námskeið í Word, Excel, tölvupósti, interneti og PowerPoint. Húsasmiðjuskólinn býður þar að auki upp á námskeið í markaðsfræði, skyndihjálp, sjálfstyrkingu o.m.fl. Áhersla er lögð á að aðkeypt námskeið séu sérsniðin að þörfum Húsasmiðjunnar og hefur Húsasmiðjan átt mjög gott samstarf við marga fagaðila, s.s Þekkingarmiðlun og Dale Carnegie með góðum árangri. Á hverju ári sækja um 700 manns námskeið á vegum Húsasmiðjuskólans. F R Æ Ð S L U S T A R F Í H Ú S A S M I Ð J U N N I Tilgangur fræðslustarfsins er að veita starfsmönnum Húsa- smiðjunnar og tengdra fyrirtækja nauðsynlega þjálfun svo að þeir geti leyst störf sín vel af hendi. Fræðslustarfið bygg- ist á þörfum fyrirtækisins og starfsfólks hverju sinni og skal fræðsludagskráin endurspegla markmið þess á hverjum tíma en jafnframt skal tekið tillit til þarfa og óska starfsfólks. Vegna reksturs og starfsemi Húsasmiðjuskólans hefur Húsasmiðjan fengið lækkun á iðgjöldum í sjóð verslunar- og skrifstofufólks. Öll fyrirtæki, sem sýna fram á virkt fræðslu- starf, geta sótt um þessa lækkun. Kennarar skólans eru flestir Elín Hlíf Helgadóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Gátt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.