Gátt - 2009, Qupperneq 98

Gátt - 2009, Qupperneq 98
98 F R Æ Ð S L U M I Ð S T Ö Ð A T V I N N U L Í F S I N S G Á T T – Á R S R I T – 2 0 0 9 T A L A Ð , L E S I Ð O G S K R I F A Ð Á T U N G U H Á L S I SÓLBORG JÓNSDÓTTIR nokkrar hugmyndir frá lestrarkennslu í Finnlandi fyrir innflytj- endur fengu að fljóta með. Nemendur fengu leir og leiruðu allt stafrófið, bæði litlu og stóru stafina, eins og gert er í Ron Davis-leiðréttingu. Þetta var gert til að nemendur fengju tilfinningu fyrir stöf- unum á annan hátt en að horfa á þá á blaði eða reyna að skrifa þá með blýanti á blað. Leirinn hjálpaði nemendum mikið við að festa útlit stafanna í minninu í upphafi námsins. Þegar búið var að vinna með stafina sjálfa og stafrófið var farið vel í hljóðmyndun og að tengja saman hljóð, stafi og hreyfingu við orð sem nemendur þekktu úr daglegu lífi. Leik- ræn tjáning var óspart notuð á námskeiðinu enda kennarinn leikari og leikritahöfundur. Önnur verkfæri, sem voru notuð í gegnum allt námskeiðið, voru lítil spjöld með stöfunum. Á einu spjaldi var einn stafur. Í upphafi merktu nemendur stóru stafina með rauðum límmiða og litlu stafina með grænum límmiða. Nemendur röðuðu orðum í rétta röð eftir kenn- aranum sem stafaði orð. Þeir fundu stafina, sögðu hljóðin, settu orðið saman, skrifuðu það síðan upp á blað og lásu það aftur. Þessi „finnska“ aðferð hjálpaði nemendunum að tengja saman stafi, hljóð, lestur og skrift. Nemendur komu með hugmyndir um hvaða orð þá langaði að læra að lesa og skrifa og sköpuðu sinn eigin orðabanka, bæði sameiginlegan og hver fyrir sig í sérstök orðasöfn. Vettvangsheimsókn á Borgarbókasafnið var hluti af nám- skeiðinu. Þar var tekið vel á móti nemendum og þeim kynnt safnið. Það var mikill sigur fyrir marga að fylla út umsókn um bókasafnskort og fá það í hendur í lok heimsóknarinnar. Einnig kom það nemendunum skemmtilega á óvart að hægt var að fá tónlist og kvikmyndir lánaðar á safninu auk þess sem þar eru barnabækur á ýmsum tungumálum, m.a. taí- lensku. Hópurinn tók miklum framförum fljótt. Þau voru dugleg að vinna heima, að skrifa í skriftarbækur og vinna stutt verk- efni, voru virk í tímum og mjög áhugasöm. Það var greinilegt þegar nemendur höfðu æft sig heima því að stökkin urðu stór hjá þeim sem æfðu sig af fullum krafti. Í tímunum æfðu nem- endur sig saman í hóp, með kennaranum, í pörum þar sem þau hjálpuðu hvert öðru og einnig hvert og eitt með kenn- aranum. Smám saman lásu þau setningu og setningu eitt og eitt þar sem kennarinn las með þeim og hópurinn fylgdist Frá því að byrjað var að kenna íslensku fyrir útlendinga hefur komið í ljós að margir einstaklingar, sem sótt hafa hefðbundin íslenskunám- skeið, eiga við lestrarörðugleika að stríða en þetta hefur verið sér- staklega áberandi á starfstengdum námskeiðum á vinnustöðum. Mímir- símenntun fékk styrk frá Starfs- menntaráði til að halda námskeiðið Lestur og tal, fyrir innflytjendur á vinnumarkaði sem eru ólæsir á latneskt letur. Markmið verkefn- isins voru að kynna latneskt letur og íslenska stafrófið, þjálfa lestur og skrift í hagnýtum tilgangi, örva og þjálfa íslenskt talmál og framburð, að styrkja sjálfs- mynd nemenda og hvetja þá til frekara náms og þróa leiðir til að þjálfa lestur og skrift. Námskeiðið var 60 kennslustundir og var kennt tvisvar í viku í tíu vikur. Nemendahópurinn var aðallega starfsfólk Landspítala en fleiri bættust við. Nem- endurnir störfuðu við ræstingar, í þvottahúsi, í býtibúri og við umönnun. Kennari á námskeiðinu var Vala Þórsdóttir, íslenskukennari og leikritahöfundur. Föstudaginn 20. mars 2009 komu 11 nemendur frá fjórum löndum saman í matsal þvottahúss Landspítala á Tunguhálsi. Spenna og tilhlökkun en einnig kvíði fyllti loftið. Nýtt starfstengt íslenskunámskeið var að byrja en í þetta sinn átti námskeiðið að mæta þeirra þörfum, það er þjálfun í lestri og skrift á latneska stafrófinu. Allir nemendurnir komu frá fjarlægum málsvæðum og höfðu allir, utan einn, annað letur en okkar (þ.e. það latneska) í móðurmáli sínu, ýmist taílensku, arabísku eða singalísku og voru læsir á sitt letur. Þeir töluðu mismikla íslensku, sumir voru altalandi en erfið- leikar vegna íslensks framburðar háðu öllum þátttakendum. Flestir könnuðust svolítið við íslenska stafrófið þótt enginn gæti farið hjálparlaust í gegnum það í byrjun. Einn þátttak- enda var nokkuð læs en óöruggur í skrift en annars var lestr- arkunnáttan engin í hópnum. Má segja að við höfum rennt blint í sjóinn en ákveðið var að nýta m.a. aðferðir úr Ron Davis-aðferðafræðinni í bland við hefðbundna skriftar- og lestrarkennslu auk þess sem Sólborg Jónsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gátt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gátt
https://timarit.is/publication/1852

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.