Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 4
LEIÐARI
Atvinnumál eru læknanemum hugleikin.
Þær raddir heyrast jafnvel, helst meðal eldri
nema, að takmarka verði enn frekar aðgang
að læknanámi. Við höfnurn algerlega þeirri
afturhaldsstefnu.
Atvinnuleysi er ekki meðal íslenskra
lækna. Rétt er að ekki kornast allir heim að
námi loknu, né fá starf hér við sitt hæfi.
Með því að bregðast þannig við að fækka
læknanemum er verið að gefast upp fyrir
vandanum og valda afturför í læknavísindum
á íslandi. Frelcar á að horfa fram á veginn og
nýta þekkingu fleiri lækna.
Ein leið til þessa er efling rannsókna í
læknisfræði. Þar er sóknarfæri. Þjóðin þykir
mjög rannsóknarvæn og íslenskir læknar
hafa til að bera mikla og ijölbreytta þekkingu
sem ber að nýta.
Rannsóknir eru órjúfanlegur hluti læknis-
fræðinnar. Þær skila þekkingu og stuðla að
framförum. Þær skerpa vit hvers lælcnis og
eru skemmtilegar. Þær eru líka óaðskiljan-
legur hluti af nrenningu þjóðar. Það er því
skylda Islendinga, sem státa sig gjarnan af
öflugu menningarstarfi og er ein ríkasta þjóð
í heimi, að standa sómasamlega að rann-
sóknum í læknisfræði.
Allt kostar þetta peninga. Við teljum, að
að sé litið til lengri tíma, muni þeir skila sér
margfalt til baka auk þess að efla hróður
okkar. Líka er aðgangur að erlendum
vísindasjóðum alltaf að aukast.
íslenskir læknar hafa sýnt rannsóknum
aukinn áhuga undanfarin ár. Urn það vitna
t.d. sífellt fleiri greinabirtingar í erlendum
fræðiritum. Læknadeild hefur líka brugðist
við með eflingu rannsóknatengds náms. En
þetta er af vanefnum gert. Læknar verða oft
að stunda rannsóknir sínar í hjáverkum og
Læknadeild hefur úr litlu að moða til
fjármögnunar rannsókna. Lika hafa margir
ekki áttað sig á kalli tímans og sýna lítinn
áhuga. Dæmi um þetta eru rannsókna-
verkefni ljórða árs læknanema. Þessi frábæra
nýjung hefur fyrir löngu sannað gildi sitt og
þaggað niður í þeim heimóttarlegu efa-
semdarröddum sem í upphafi hljómuðu. En
mæting á kynningu verkefnanna er léleg.
Flestir fastakennarar deildarinnar eru
fjarstaddir. Örfáir læknanemar af öðrum
árum mæta og jafnvel eru alltaf einhverjir
fjórða árs nemar sem eingöngu flytja sín
verkefni og svífa svo á braut. Frjó og
fræðandi urnræða sem á að vera samfara
kynningu verður ekki til í auðum sætum.
Þetta skeytingarleysi er hættulegt, ber vott
um sofandahátt og er vanvirðing við
metnaðarfulla vinnu nemenda.
Við hvetjum því alla sem rnálið varðar að
horfa fram á veginn. Sækjum en sígum ekki
aftur úr og eflunr rannsóknir í læknisfræði.
Til þess þarf hugarfarsbreytingu, bæði þeirra
sem ráða yfir peningunum og okkar sem
framkvæma. Lifið heil.
Gunnar Bjarni Ragnarsson og
Ingvar Hákon Olafsson, ritstjórar.
2
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.