Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 92
BARNAGEÐLÆKNINGAR
viðbrögð við þessari þjónustuþörf haft í for með
sér ? Afleiðingarnar eru vitanlega mestar í
áhrifum þess að fá ekki hjálp þegar vandkvæði
steðja að, bæði fyrir einstaklinginn og fjölskyldu
hans. Ahrifin til lengri tíma koma svo einnig
niður á samfélaginu, en ég tel að ef kostnaöur
þeirra afleiðinga væri reiknaður út í krónutölu,
þá flokkuðust þessi mál ekki lengur undir mjúku
málin - þau yrðu að beinhörðum peningamálum.
Þjónustuþörfin lifir heldur ekki óvirku lífi, hún
hefur áhrif og kallar fram viðbrögð, þó ekki sé
brugðist við þar sem eðlilegast væri. Þar má geta
áhrifa á aðra en heilbrigðiskerfið. Unglinga-
heimili ríkisins var upphaflega sérskóli fyrir
hegðunartruflaða unglinga á vegum barnavernd-
aryfirvalda, sem tilheyrðu þá menntamála-
ráðuneytinu . Hegðunartruflanir eru lang-stærsti
hópurinn sem leitað er með til barnageð-
læknisfræðilegrar þjónustu, en þessar truflanir
koma fram hjá börnum allt niður í nokkurra ára
aldur. Ef brugðist er við á þeim aldri eru horfur
barnanna mun betri en ef ástandið er látið versna
árum saman. Þegar komið er fram á unglingsárin,
eru hegðunartruflanirnar orðnar álíka mikið
félagslegt vandamál og heilbrigðislegt. Það er
ráðuneyti félagsmála sem fer með þennan hluta
þjónustunnar í dag í krafti barnaverndarmála.
Þáttur heilbrigðiskerfisins sem átti að koma til
með öflugri greiningar- og meðferðarvinnu með
yngri börnin, er varla til. Einungis 10% þeirra
barna, sem þurfa á hjálp geðheilbrigðiskerfisins,
fá einhverja aðstoð. I dag eru rekin 5 langtíma-
meðferðarheimili, ein stofnun sem sér um
greiningu og skammtímameðferð, eitt sanrbýli og
ein dagdeild á vegum félagsmálakerfisins og
dugar ekki til. Hópur þeirra unglinga, sem geta
ekki nýtt sér annað en sterka langtíma nreð-
ferðareiningu, er það stór að hann fyllir eitt til
tvö heimili til viðbótar.
Félagsmálakerfið rekur einnig Greiningar- og
ráðgjafarstöð ríkisins. Þar er sömu sögu að segja.
Sú stofnun hefur vaxið mikið því heil-
brigðiskerfið sinnti ekki hlutverki sinu. Hún
hefur tekið að mestu yfir greiningu á einhverfu
hjá börnum, sem áður fór fram á BUGL.
Árangurslaust hafa BUGL og Umsjónarfélag
einhverfra reynt að fá styrkingu á þjónustu við
einhverfa á BUGL, þar sem töluverð sérhæfing
hefur þróast á þessu sviði.
Félagsmálakerfið rekur meðferðarstofnun
fyrir unglinga, senr eiga við áfengis- og fíkni-
efnavanda að stríða, áður á Tindum en nú i formi
dagdeildar í Reykjavík. Hjá fullorðnum telst
áfengis- og fíkniefnavandi telst vera heilbrigðis-
vandamál og mikið meðferðarstarf er á vegum
Geðdeilda Ríkisspítala.
Börn sem verða fyrir kynferðislegri mis-
notkun hafa ekki aðgang að neinu sérhæfðu
meðferðartilboði umfram það sem einstaka
fagfólk veitir við vinnslu málsins. Rannsókn
þessara mála hefur þróast nrjög hjá Félags-
málastofnun Reykjavíkur og eflaust víðar. Þegar
rannsókn er lokið er ekki meira í boði en það að
fara á biðlista fyrir almenna málsmeðferð á
BUGL. Margir hafa þó leitað til Stígamóta með
börn sín vegna þessa. Eg tel engan málaflokk
þurfa jafn hæft fagfólk og kynferðisofbeldi, enda
er það mesti skaðvaldur senr hugsast getur fyrir
tilfinninga- og persónuleikaþroska barnsins.
BUGL er fyrst og fremst ætlað að taka inn
börn til meðferðar á sjúkradeildir, en aldrei hefur
verið gert ráð fyrir starfskrafti á göngudeild
eingöngu, þar sem yfir 90% allrar meðferðar ætti
að fara fram. Við komumst því ekki yfir að sinna
nema broti af því sem þörf er á, þó við gjarnan
vildum.
Þunglyndir unglingar hafa í fá hús að venda
til að fá bót meina sinna. Ég hef hvatt náms-
ráðgjafa til að veigra sér ekki við að hjálpa
unglingum, sem til þeirra leita, að opna fyrir
vanlíðan sína. Þeir sögðust treysta sér illa til þess,
því það þýddi að þeir stæðu uppi með nrál sem
þeir réðu ekki við og hefðu engan að vísa til.
Sjálfsvígstíðni ungs fólks er há og vaxandi
undanfarin ár hér á landi senr á öðrum Vestur-
löndum. Sjálfsvígstilraunir eru margfalt fleiri en
sjálfsvígin. Sá sem hefur gert sjálfsvígstilraun
hefur auknar líkur á að fremja sjálfsvíg síðar.
82
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.