Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 50
BÆPASS
hefur að undanförnu skekið alla heimsbyggðina,
hið átakanlega feilspor sem hinn ástsæii
listamaður Hugh Grant sté með því að stofna til
„munnlegra samfara" (einsog það er kallað í
tjöimiðlum) við svarta skyndikonu.
Allur hinn siðmenntaði heimur hefur verið
harmi sleginn að undanförnu útaf þessum válegu
tíðindum og þó einkum því hvernig leikarinn
tefldi ástríkri sambúð sinni við fagra fyrirsætu í
tvísýnu með athæfinu.
Aðkenning af hjartaslagi er það eina sem
getur bægt frá manni áhyggjunum af örlögum
Hugh Grants og unnustu hans.
Maður sem er á leiðinni í bæpass hættir að
hafa áhuggjur af reikningum, afborgunum,
heimiliserjum, veðurfari, aflabrögðum, hagsæid
eða óáran. Maður sem er að fara í bæpass skynjar
að hérvistardögunum fækkar um einn á dag og
þarf ekki kransæðasjúkling til.
Það er nefninlega nokkuð til í því sem segir í
vísunni:
Þó hulið sé margt í heimi hér
held ég megi segja:
Fullvíst talið ennþá er
að eitt sinn skal hver deyja.
Og við sem höfum drukkið kenningarnar um
framboð og eftirspurn í okkur með móður-
mjólkinni ættum að geta notið þess í botn að
lífdagar okkar verða verðmætari og verðmætari
eftir því sem þeim fækkar meira.
Og hefur nú fátt eitt verið talið af kostum þess
að vera með kransinn.
I prívatlífinu getur þessi krankleiki komið sér
afbragðsvel.
Eg get til dæmis sagt það alveg umbúðalaust
að allt viðmót og umgengni við mig hér á
heimilinu hefur gerbreyst eftir að hjartakveisan
fór að gera vart við sig.
Það þykir í dag ekkert tiltökumál þó ég hreyti
ónotum í konuna og missi stjórn á mér ef
maturinn er ekki framreiddur stundvíslega á
matmálstímum, kiukkan tólf og klukkan sjö og
kaffi hálf ijögur.
Áður gátu sanngjarnar athugasemdir um
heimilishald og vinsamlegar ábendingar nrínar
um vanhæfni í matargerð orðið uppspretta
djúpstæðrar ólundar hjá konunni en í dag er allt
atferli mitt og jafnvel mislyndi tekið sem
sjálfsagður hlutur.
Það er liðin tíð að mér sé mótmælt á mínu
heimili og ég er ekki beðinn urn að gera neitt það
sem hugsanlega gæti verið mér þvert um geð.
Konan veit að hugleiðingar um fjárhagslegan
stadus heimilisins eru Hfshættulegar manni með
þrengsli í kransæðum og þessvegna er aldrei
minnst á skuldir, afborganir og reikninga nema
ég sé útsofinn, saddur og nýbaðaður.
Allir á heimilinu vita að hin minnsta
geðshræring útaf veraldlegum hlutum getur
steindrepið veilan mann fyrir hjarta.
Að ekki sé nú talað um þá staðreynd að
húsverk, heimilisaðstoð og aðrir innanbæjar-
snúningar gætu orðið hjarta mínu gersamlega
ofviða.
Maður gæti nefninlega dottið niður dauður ef
maður væri beðinn um að fara út með ruslið.
Sannleikurinn er sá að síðan ég fór að finna
fyrir hjartakveisu hef ég varla verið beðinn að
gera nokkurn skapaðan hlut nema kannske að
reyna að vera í góðu skapi, sem ætti nú ekki að
vera mikill vandi úrþví það er svona einstaklega
hagstætt að vera með kransæðastíflu.
Og auðvitað er ekkert skrítið þó manns
nánustu vilji að maður haldi líftórunni sem
lengst.
Maður er þó einusinni fyrirvinnan.
Eiginlega engin ástæða til annars en að taka
forskot á sæluna og vera í sjöunda himni.
Eg ætti svo sannariega að geta tekið undir
með vini mínum og nágranna, Fúsa í Skrúð:
Efmér gengi allt í vil
œtti að vera í lagi
að égfengi af og til
aðkenningu afslagi.
40
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.