Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 131
ABSTRAKTAR
tjáir mikið magn af bcl-2. Þessi mikla bcl-2 tjáning helst í um 30-40
klst en fer síðan lækkandi og verður dreifingin aftur bímódal vió 42 klst.
Ekki virtist vera munur á bcl-2 tjáningu fruma sem ræktaðar voru með
pokeweed mitogen og þeirra sem voru ræktaðar án þess. Þó sýndi rækt
með pokeweed mitogen að tjáning á interleukin-2 viötakanum fór
hækkandi eftir 16 klst og var orðin allverulegur eftir 42 klst. Ekki varð
nein aukning á IL-2 viótaka hjá frumum ræktaðuðum án PWM. Einnig
sást að þær frumur sem fóru aó tjá IL-2 viðtaka voru bæði stærri og með
marktækt meiri tjáningu á bcl-2 heldur en hinar frumurnar sem tjáðu
ekki IL-2 viötakann. Tókst að sýna fram á að þær frumur sem tjá minna
magn af bcI-2 eru bæði eðlisþyngri og brothættari en hinar, þar sem þær
sukku við aukinn þeytivinduspuna á ficoll-hypaque (2400rpm vs 1800
rpm hvorttveggja í 20min) og leystust upp við meiri spuna í
þvottaskrefunum (6500 rpm í 40s vs 14000 rpm í 3s). Næsta skref í
rannsókninni sem ekki gafst tími til að gera er aó einangra lá bcI-2
tjáningu frumur og skoða morphólógíu þeirra til að sjá hvort þær eru
apoptótískar (kjarna þætting, frumuhimnu blebbing, minnkaö
umfrymi...).
Efnisskil: Hugsanlega er þessi aukning á bcl-2 tjáningu við 4 klst
það sem hefði gerst in vivo þegar þessar eitilfrumur kæmu út í vef og
endurspegli eólilega lífeðlisfræði þar sem eitilfrumur þurfa að vera sem
mest „lifandi“ þegar þær koma út í vef þar sem mestar líkur eru á því að
antigen sérhæfð fruma hittir antigen sitt. Þar sem örvuðu frumurnar
(sem tjá IL-2 viðtaka) eru bæði stærri og tjá marktækt meira bcl-2 en
hinar óörvuðu gefur það til kynna að aukning á bcl-2 magni hafi
eitthvað meö val eitilfrumna í ónæmisræsingu að gera.
VIÐBRÖGÐ EITILVEFS í SÝKINGU MEÐ VISNUVEIRU.
Davíó Jónsson* 1.
Guðmundur Georgsson2.
1LHI, 2Rannsóknarstofa Háskólans að Keldum.
Inngangur: Visnuveiran (VV) er lentiveira en þær eru ein af
íettkvíslum retroveira. Retroveirur eru RNA-veirur sem innihalda
reverse-transcriptasa sem gerir þeim kleift að umrita erfðaefni sitt yfir í
DNA og komast inn í erfðaefni sýktra dýra.
VV veldur heilabólgu, lungnabólgu, júgurbólgu og liðagigt í
kindum. Lungnabólgan kallast mæöi en miðtaugakerfiseinkennin visna.
Ymislegt bendir til að meinferli vefjaskemmda í visnu sé af ónæmistoga
og skipti frumubundin ónæmisviðbrögð mestu, einkum T8-eitilfrumur.
Eyðniveiran (HIV) veldur að mörgu leyti svipaðri sýkingu í
mönnum og VV í kindum, m.a. sýkja báðar veirurnar eitilvef. Helsti
munurinn er sá að öfugt við HIV veldur VV ekki ónæmisbælingu. Gerir
það áhugavert að athuga mun á viðbrögðum eitilvefs í þessum tveimur
lentiveirusýkingum. í sýkingu með HIV verður lækkun á hlutfalli
T4/T8-eitilfrumna. Lækkunin verður aðallega vegna fækkunar á T4-
frumum öfugt við þá fjölgun á T8-frumum sem veldur lækkun hlutfalls
T4/T8 sem sést hefur í svæðisbundnum eitlum í mæðisýkingu. í
upphafi HlV-sýkingar stækka eitilbú (folliculi) mikið og veröa óregluleg
í lögun. Ná sum eitilbúin nánast í gegnum eitilinn. Mikið af T4-frumum
og átfrumum í eitilvef er sýktur jafnvel áður en sjúkdómurinn kemur
fram klínískt og er veiran þá yfirleitt á DNA-formi, þ.e. í huliðsástandi
(latent).
Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða breytingar sem verða á
eitilvef viö visnusýkingu og bera saman við þær breytingar sem þekkt er
aó verói í eyðni. Ennfremur aö athuga hversu mikið er af virkt sýktum
frumum í eitilvefnum vió visnusýkingu.
Efniviður og aðferðir: Teknir voru hálseitlar, miðmætiseitlar, milti
og mergur úr 14 kindum.. Fimm þeirra höfðu veriö sýktar með
visnuveiru (stofn KV1772) í heila og 5 voru sýktar um bláæð (stofn
1809). Upplýsingar voru fyrir hendi um hvort ræktast hefði úr
vefjunum. Fjórar ósýktar kindur voru hafðar til samanburðar. Sýnin
voru frystiskorin í 5pm þykkar sneiðar og þær litaðar með
ónæmislitunum fyrir yfirborðssameindunum CD4, CD8, CD19 sem og
fyrir veirumótefnavaka klóns 401 af visnuveirunni. Mergsneiðarnar
voru einungis litaðar fyrir veirumótefnavaka klóns 401. Ónæmislitunin
var gerð með svokallaðri Avidin-Biotin aðferð.
Sneiðarnar voru skoðaðar með tilliti til dreifingar hinna sértækt
lituðu frumna, þ.e. T4, T8 og T19. Athugað var hvort einhver munur
væri á dreifingu þessara frumna í sýktum og ósýktum kindum og einnig
hvort einhver munur væri eftir því hvort kindurnar voru sýktar í æð eða
í heila. Sneiöar úr vef hertum í formalíni og steyptum í paraffin voru
litaðar með hemotoxylin-eosin og skoóaðar með tilliti til þess hvort um
hyperplasiu væri að ræða.
Taldar voru CD4-, CD8- og CD19-jákvæðar frumur í eitilbúum í
hálseitlum og miðmætiseitlum. Talið var á svæðum í eitilbúum hvers
eitils sem voru minnst 0,045mm2 og mest 0,27mm2. Geröur var
samanburöur á kindum sýktum í æð, í heila og ósýktum. Einnig var
athugað hvort munur væri á sýktum kindum m.t.t. hyperplasíu.
Með litun á veirumótefnavaka klóns 401 var ætlunin að athuga
hversu mikið væri af virkt sýktum frumum í eitilvef sýktu kindanna.
Niðurstöóur: Ekki sást ótvíræður munur á hyperplasíu í eitilbúum
sýktra kinda miðað við samanburðarkindur. Hyperplasían var ekki
heldur tengd því hvort ræktast hafði úr eitilvefnum eður ei. í hálseitlum
þeirra kindna sem sýktar höfðu verið um æð var hvergi teljandi
hyperplasía. Einu kindurnar sem sýndu markverða hyperplasíu í
miðmætiseitlum voru hins vegar tvær þeirra sem sýktar voru um æð.
Ekki sást mikill munur á dreifingu eitilfrumnanna í sýktum kindum
miðað við ósýktar, hvorki í eitlum né í milta. Þó viröist sem T8-frumum
í eitilbúum íjölgi. Við talningu á frumum í eitilbúum sást marktæk
fjölgun á T8-frumum í sýktum kindum miöað við ósýktar. Einnig sást
marktæk lækkun á hlutfalli T4/T8-frumna í þeim eitlum sem ræktast
hafði úr. Ekki varð marktæk breyting á fjölda T4-frumna í eitilbúum.
Litun fyrir ónæmisvaka leiddi í ljós aö mjög lítið er af virkt sýktum
frumum í eitilvef.
Efnisskil: Athygli vekur að ekki skuli sjást follicular hyperplasía í
ríkari mæli í eitilvef sýktu kindanna. Þetta er ekki í samræmi við þá
mynd sem sést í svæðisbundnum eitlum í mæði og talið hefur verið að
ætti einnig við í visnu.
Breyting á hlutfalli T4/T8-eitiIfrumna í visnusýkingu veröur
samkvæmt þessum niöurstööum vegna Qölgunar T8-frumna. Er þaó í
samræmi við niðurstöóur úr rannsóknum á eitilvef í mæðisýkingu og
rennir stoóum undir þá tilgátu að T8-eitilfrumur geti átt þátt í meingerð
visnu.
Ekki kemur á óvart aó lítió skuli sjást af virkt sýktum frumum í
eitilvef mióaö viö þær rannsóknir sem áöur hafa verið geróar í sýkingu
með VV og skyldum veirum.
SÝKLALYFJAÓNÆMI KÓAGÚLASA NEIKVÆÐRA
STAPHÝLÓKOKKA Á LANDSPÍTALANUM OG TENGSL VII)
SÝKLALYFJANOTKUN.
Einar Eviólfsson1.
Karl G. Kristinsson2.
1LHÍ, 2SýklafræöideUd Lsp
Inngangur: Kóagúlasa neikvæðir staphýlókokkar (KNS) eru hiuti
af eólilegri húðflóru mannsins. Þessar bakteríur valda sýkingum
tengdum aðskotahlutum og í ónæmisbældum einstaklingum. Mcó
aukinni tækni í læknisfræði hafa þessar bakteríur fengið aukið vægi og
eru nú ein algengasta orsök spítalasýkinga.
Vaxandi sýklalyfjaónæmis hefur gætt meðal KNS á undanförnum
árum og hafa menn áhyggjur af uppkomu methicillin ónæmra stofna
sem oft eru ónæmir fyrir mörgum sýklalyfjum. Glycopeptíð eru þá oft
einu lyfin sem nota má en meóferð meö þeim er bæöi dýr og erfið.
Mikilvægt er því að þekkja næmismynstrið og hvað veldur uppkomu
ónæmra stofna en þar er sýklalyfjanotkun talin eiga stóran þátt. Ónæmi
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
121