Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 15

Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 15
GATTATIF (FIBRILLATIO ATRIORUM) Þorsteinn Gunnarsson, Þorvarður R. Hálfdanarson & Gestur Þorgeirsson INNGANGUR OG FARALDSFRÆÐI. Gáttatif (fibrillatio atriorum, atrial fibrillation) er algengasta langvinna hraðsláttar- truflunin (chronic tachycardia). í nýlegri rannsókn þar sem teknar voru saman helstu niðurstöður fjögurra stórra rannsókna á faraldsfræði gáttatifs kom fram að um 2,2 milljónir Bandaríkjamanna hafa gáttatif. Algengi (prevalence) er 0.89%. Það eykst með hækkandi aldri og finnst hjá 2.3% fólks eldra en 40 ára og 5.9% þeirra sem eru 65-85 ára. Aldursstaðlað algengi gáttatifs er hærra hjá körlum en konum á öllum aldri7. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt að fólk með gáttatif hefur tvöfalt hærri dánarlíkur (mortality risk) en viðmiðunar- hópurinn vegna undirliggjandi hjartasjúkdóma (í 80% tilvika) og aukinnar hættu á heilabióðfalii (stroke). Hjá fólki með ómeð-höndlað gáttatif er árlegt nýgengi heilablóðfalls á bilinu 3-7% og er áhættan sexföld. Fimmtíu til 70% þessara heilaáfalla valda annað hvort dauða eða miklum heilaskaða. Áhættan á heila-blóðfalli í gáttatifi án undirliggjandi orsaka (lone atrial fibrillation) er miklu minni. Þeir sem hafa gáttatif sem afleiðingu gigtsóttar hafa hæstu tíðni heilablóðfalla2-18. Islensk rannsókn frá 1987 á faraldsfræði gáttatifs sýnir að í sjúklingum sem valdir eru af handahófi á aldrinum 32-64 ára eru 0.28% með Þorstéinn og Þorvarður eru aðstoðarlœknar á Borgar- spítalanum. Gestur er sérfrœðingur í hjartasjúkdómum og starfar á Lyflœknisdeild Borgarspítalans. langvinnt gáttatif. Dauðsföll hjá fólki með gáttatif í þeirri rannsókn var 60% hærra en í saman-burðarhópi vegna aukinnar hættu á hjarta- og heilaáföllum22. LÍFEÐLIS- OG MEINALÍFEÐLIFFRÆÐI. Gáttatif er takttruflun sem einkennist af algjörlega óskipulegum afskautunum í gáttum án gagnlegs samdráttar. Rafvirknin í gáttunum sést á EKG sem litlar óreglulegar sveiflur í grunnlínu sem eru breytilegar að útslagi og útliti. Þær kallast f-bylgjur og sveiflast með tíðninni 350- 600 slög/mín. Svörun sleglanna við þessum óskipulögðu afskautunum verður óreglulega óregluleg og í ómeðhöndluðum sjúklingum með eðlilega AV-leiðni slá þeir oftast á bilinu 100-160 slög/mín. Gáttatif getur komið fyrir af og til (paroxysmalt) eða verið langvinnt (krónískt). Ef engin undirliggjandi orsök finnst er það kallað „lone atrial fibrillation"2. Gáttatif getur leitt til ýmiss konar óæskilegra meinalífeðlisfæðilegra breytinga. I kjölfar gátta- tifs getur t.d. orðið hraður sleglataktur sem styttir fyllitíma slegla í diastólu sem síðan leiðir til minna útfalls hjarta (cardiac output). Það leiðir af sér lágan blóðþrýsting, lungnabjúg og hjarta- öng (angina pectoris) í þeim sem eru veilir fyrir. I sjúklingum með þykka og stífa slegia getur gáttatif einnig leitt til lágs blóðþrýstings, yfirliðs og hjartabilunar. I sjúklingum með mítral- lokuþrengsli, þar sem fyllitími slegla skiptir megin máli, leiöir gáttatif með hraðslætti oft til lungnabjúgs. Þegar gáttatif hættir getur orðið hlé LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.