Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 5
LÆKNANEMINN
Vatnsmýrarvegi 16,1. hæð
Símbréfsnr.: 5510760
RITSTJÓRN:
Ritstjórar og ábyrgðamenn:
Gunnar Bjarni Ragnarsson
Ingvar Hákon Olafsson
Meðritstjórnendur:
Arnar Geirsson
Helgi Hafsteinn Helgason
Ottar Már Bergmann,
tjármálastjóri
Jóhann Elí Guðjónsson,
dreifingarstjóri
Kristján Orri Helgason
S. Sverrir Stephensen
Tryggvi Helgason
FORSÍÐUMYND
Hinn þögli trúður.
Tryggvi Ólafsson.
Abyl á léreft. 57x 45 cm. 1978.
Eigendur : Magnús Tómasson og
Jóhanna Ólafsdóttir.
UMBROT OG PRENTUN
EFNI
Beinmergsflutningar
Gáttatif
Blóðþynning
Læknakandídatar 1995
Bæpass
Sjúkratilfelli - Bólguhnúðar
Tölvur, tölvunet og allar heimsins upplýsingar
Læknisfræði - raungrein eða húmaník
Þróunarverkefni í Súdan
Tryggvi Ólafsson
Daníel A. Daníelsson og Ijóðaþýðingar hans
Alþjóðasamtök læknanema
Bág staða geðlæknisþjónustu
fyrir börn og unglinga á Islandi
DNA bóluefni
Apoptosis - frumufráfall
Apólíprótein E
100 árum eftir Pasteur
Sléttir vöðvar - nýtt og notað
Um klíníska raflífeðlisfræði sjónbrautar
Rannsóknarverkefni 4. árs læknanema
Skýrsla stjórnar Félags læknanema
Félagsprentsmiðjan hf
4
11
18
37
39
42
54
61
63
70
72
75
82
81
84
86
87
88
94
104
117
136
Um blaðið
Við tókum við góðu búi þegar við urðum ritstjórar Læknanemans. Fjárhagur traustur og blaðið búið að vinna sér
sess, lesið af öllum læknanemum, meirihluta lækna og fleirum sem koma að læknisfræði. Erfitt væri því að
bæta um betur, en úr háum söðli hægt að falla. Hlutverk blaðsins er menningarlegt og vísindalegt, þ.e. almennt
fræðarit um læknisfræði á íslensku og vera auk þess málgagn læknanema og þeim til skemmtunar. Uppistaðan
í blaðinu hafa verið yfirlitsgreinar. Við gerðum þá tilraun að láta sérfræðinga, valda af ritstjórn og óháða
greinarhöfundum, lesa yfir nokkrar greinar í blaðinu. Með því teljum við okkur vera að bæta gæði greinanna, og
vonum að með tíð og tíma muni þessi þáttur eflast, þannig að Læknaneminn megi kallast ritrýnt blað. Annað
sem við bryddum uppá eru s.k. örgreinar sem eru nokkrar í blaðinu. Þessum greinarkornum er ætlað að vera
vettvangur frétta af nýjungum í læknisfræði, skoðana og fleira sem vert er að vekja athygli á. Við teljum okkur
vera að gera fleirum auðveldara fyrir að skrifa í blaðið og auka fjölbreytni þess. Annað sem verður líka að efla
eru skrif læknanema sjálfra í blaðið. Við álítum að Læknaneminn sé kjörinn vettvangur fyrir þá til að koma frá
sér efni sem þeir hafi kynnt sér. Mætti hugsa sér að þeir myndu skrifa greinar undir handleiðslu sérfræðinga og
þá skoðast sem hluti af náminu og metið sem slíkt. Við biðjum alla hlutaðeigandi að taka þetta til athugunar. Að
lokum viljum við þakka greinarhöfundum, yfirlesurum, öðrum ritstjórnendum og hjálparkokkum kærlega fyrir
ánægjulegt samstarf. Gleðileg Jól.
Gunnar Bjarni Ragnarsson og íngvar Hákon Ólafsson, ritstjórar
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
3