Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 153
ÁRSSKÝRSLA
viðskiptafræði- og lögfræðinema, og í fyrsta skipti tóku Iyfja-
fræðinemar þátt með einn skiptinema. Farið var í fjölmargar ferðir
um alit land og voru erlendu nemarnir mjög ánægðir með
skipulagið. Enn og aftur óskum við eftir meiri þátttöku íslenskra
læknanema í þessar ferðir. Þær eru öllum opnar, verðinu haldið í
lágmarki og iðulega mikið fjör.
Eftir fjögur ár í nefndinni kveðjum við og óskum nýrri nefnd
velfarnaðar í starfi auk þess sem við hvetjum alla læknanema til að
nýta sér liana til hins ýtrasta.
Bókhald IMSIC
Inn Ut
Staða um árainót 106.121
Egyptaland 189.032
Stúdentasjóður 81.400
Félagsgjöld 34.860
Heilbrigðisráðuneyti 200.000
Styrkir fyrirtækja 75.000
Islenskir nemar 120.000
Endurgreiðsla 45.000
Leiga 236.395
Erlendir nemar 67.322
Barcelona 163.830
Sumarstarf 29.711
Súdan 34.251
Póstburöargjöld
649.843 738.453
= -88.610
Davíð Jónsson, stúdentaskiptasjóri.
Lilja Björnscióttir, rannsóknaverkefnisstjóri.
SKÝRSLA RÁÐNINGASTJÓRA
Vinna
Mjög gott framboð var á stöðum í ráðningakerfinu s.l. ár. Ef
litið er á framboð á stöðum frá 1986 kemur í ljós að aðeins einu
sinni hefur framboð á stöðum verið meira en nú, það var veturinn
1989-1990. Undanfarin 3 ár hefur verið aukning milli ára.
Vinnudagar í boði á s.l. ári voru 5553 sem er 23,8% aukning
frá síðasta ári. Nýtingin hefur hinsvegar heldur versnað, nýttir voru
5210 dagar eða 93,8%. 4. árs nemar fengu þó færri stöður í sinn
hlut en í fyrra, skýringin á því er líklega sú að 5. árs nemar voru
óvenju margir og afar vinnufúsir svo lítið var afgangs.
Fundir
Ráðningafundirnir voru haldnir í lok hvers mánaðar og
sumarráðningaröðin dregin út á fundinum í lok janúar eins og venja
er. Aðalráðningafundurinn fyrir sumarið var í lok maí, í ár var ekki
haldinn fundur um reikningsskil í héraði, undirritaðri skilst að
takmarkaður áhugi hafi verið undanfarin ár og telur að þetta hafi
ekki komið að sök.
Reglugerðin
Sú grein reglugerðarinnar sem hvað mestum deilum olli er g)
liður 9. greinar, þ.e. 48 tíma reglan. Veturinn 1993-1994 voru
gerðar nokkrar undantekningar frá þessari reglu á slysadciid BSP,
það var rökstutt þannig að vaktir þar væru styttri en á almennum
deildum og ómögulegt að setja fólk inn í fyrir 8 tíma vakt o.s.frv.
Undirrituð ákvað að reyna að taka á þessu og bjóða stakar vaktir
fyrst þeim sem hefði unnið þar áður en síðan öðrum sem hefðu
lokið 4. árs 2 vikna kúrsi þar og þá skv. ráðningaröð. Þetta gekk
ekki upp og iæknarnir kvörtuðu um ósveigjanleika, þannig að reynt
var að skipta þeim vöktum sem buðust milli þeirra ca. 10 sem höfðu
unnið þar áður. Þetta gekk sæmilega en þó var mikil óánægja
meðal þeirra nema sem ekki fengu að taka þarna vaktir og fengu
aðeins að taka 1 vakt í mánuði á þeim deildum sein þeir höfðu
unnið áður.
21 sinni var veitt undanþága frá 48 tíma reglunni á slysadeild
BSP á þessum 12 mánuðum, þannig að að meðaltali hafa 2 af
þessum 10 nemum tekið 2 vaktir i mánuði á slysadeildinni. 10
sinnum var veitt undanþága frá 48 tíma reglunni á öðrum deildum.
48 tíma reglan var notuð 51 sinni, þannig að með 31
undantekningu frá reglunni var í heild farið 82 sinnum framhjá
ráðningaröð en 77 sinnum i fyrra þannig að það er heldur aukning.
Ávallt veróur að tilkynna ráðningastjóra þegar vakt er tekin framhjá
ráðningaröð annars verður ekkert eftirlit með þessum stöðum.
Breytingatillaga verður lögð fyrir aðalfund sem fellst í því að
rýmka 48 tíma regluna, hún breytist þá þannig að í stað þess að 48
tímarnir verði að vera samfelldir má taka samtals 48 tíma í mánuði
framhjá röðinni (þ.e. 2 stakar vaktir á almennum deildum, hingað til
hafa 2 vaktir þurft að vera samliggjandi) Þá erum við vonandi
komin með réttlátari reglur þannig að sumir séu ekki jafnari en
aðrir.
Ráðningagjöldin
Þeir sem útskrifuðust s.l. vor hafa nú greitt ráðningagjöld.
Nemar sem hafa unnið á vegum félagsins eiga að vera komnir með
gíróseðla í hendur og ætlast er til að allir hafi greitt ráðningagjöld
fyrir 7. nóvember n.k.. Þeir sem hafa ekki greitt ráðningagjöld fyrir
þann tíma verða ekki drcgnir út í næstu ráðningaröð né þeir sem
ekki hafa greitt félagsgjöld F.L. Undanfarin ár hafa ráðningagjöld
verið óbreytt og nægja vel fyrir kostnaði vegna ráðningakerfisins.
Deiluntál
Ýmis deilumál komu upp og er ekki hægt að rekja þau öll hér.
Talsvert þref var í kringum 48 tíma regluna og því æskilegt skv.
reynslu undanfarinna ára að breyta henni og gera hana
sveigjanlegri.
Á s.l. ári þurftu ráðningastjórar 3 sinnum að beita sektum og
áminna viðkomandi nema um að halda reglur félagsins. I öllum
tilfellum hafói nema verið veitt staða á ráðningafundi að eigin ósk
en síðan ekki tekið stöðuna. Sektir voru misháar 5-20 þúsund
vegna misalvarlegra brota. Eitt brotið þótti það alvarlegt að ákveðið
var að áminna viðkomandi sérstaklega og verður sú áminnig birt í
næsta Læknanema.
Undirrituð lýtur svo á (og rak sig á ) að ef ekki er tekið hart á
þessum málum sé mikil hætta á að kerfið hrynji. Mikinn
félagsþroska þarf af okkar allra hálfu svo að svona kerfi standist.
Hver og einn verður að hugsa sem svo „hvað ef allir breyttu eins
og ég“ en sleppa ekki einni stöðu og redda sér annarri án þess að
hugsa um afleyðingar þess fyrir heildina.
Hlutverk þessa merkilega jöfnunarkerfis er að koma í veg fyrir
baráttu okkar á milli, við þurfum að standa saman og veita hvert
öðru aðhald. Heiðarleiki þarf að vera í fyrirrúmi svo allir geti treyst
því að farið sé eftir reglunum, flest okkar hafa staðið sig vel og
kerfið stendur enn.
Ég þakka læknanemum fyrir gott samstarf, sérstaklega vil ég
þakka Arnari Geirssyni sem bar hitann og þungann af starfinu yfir
sumarmánuðina og Vilborgu Sigurðardóttur sem hljóp í skarðið
fyrir okkur þegar hvorugt okkar gat haldið ráðningafund í lok ágúst.
Að lokum vil ég óska næstu ráðningastjórum góðs gengis.
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
143