Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 17
GATTATIF
hraðari taktur við apex hjartans en við úlnlið
(pulse deficit)21.
Hjartarafrit (EKG): Þegar engir P-takkar
sjást og QRS útslögin bera þess merki að vera
upprunnin í gáttum og koma án nokkurrar reglu
(óreglulega óregluleg) þá er um gáttatif að
ræða21. Gáttatifsbylgjur sjást best á EKG í leiðslu
VI og eru einnig oftast sýnilegar í II, III og aVF.
Gáttatifsbylgjur (f-bylgjur) eru ýmist mjög grófar
eða nánast ósýnilegar (sjá á mynd I ,)15. Gáttatif
getur líkst öðrum hraðsláttartruflunum sem eiga
uppruna sinn í gáttum (supraventricular arrhytm-
ias) en þá er breytileikinn í RR-biIinu lykilatriði í
mismunagreiningunni11.
UPPVINNSLA OG MEÐFERÐ
SJÚKLINGA MEÐ GÁTTATIF.
Hjá sjúklingi sem greinist í fyrsta sinn með
gáttatif er nauðsynlegt að átta sig á því hve lengi
það hefur staðið, og hvort að fyrir því séu
einhverjar undirliggjandi orsakir (sjátöflu 1). Ef
orsökin fyrir gáttatifi finnst skal meðferðin
beinast að henni og breyta sjúklingarnir þá
stundum yfir í sínustakt án frekari aðgerða.
Ef engar orsakir finnast fyrir gáttatifinu (lone
atrial fibrillation) eru horfur góðar. í ungu
heilbrigðu fólki verður stundum tímabundið
gáttatif (paroxysmal lone atrial fibrillation) við
utanaðkomandi áreiti eins og miklar reykingar,
alkóhól- og eða kaffineyslu, álag og þreytu en
sjaldan eftir líkamlega áreynslu'5. Hjá fólki undir
65 ára aldri er alkóhól orsökin í allt að 2/3 hluta
tilfella12.
I sjúklingum sem eru „stabílir" er markmiðið
með meðferð að minnka einkenni, bæta starfsemi
hjartans, minnka hættuna á blóðreki og hindra
dauða. Þetta er gert með því að lækka hjart-
sláttartíðni, koma sjúklingum í sínustakt og
minnka hættuna á blóðreki18.
BRÁÐAMEÐFERÐ
Ef sjúklingurinn er bráðveikur t.d. lágur
blóðþrýstingur (sýstóla undir 90 mmHg),
Almenn einkenni Hiarta oe -œðakeríi
Þreyta Hjartabilun
Andlegt álag Gollurshúsbólga
Hiti kransæðasjúkdómur
Öndunarfœri Gigtsótt
Lungnabólga Mítrallokuþrengsli/-
Lungnarek bakflæði
Aortalokuþrengsl i/-
bakflæði
Nevsluþœttir Atrial septal defect
Alkóhólneysla Wolf Parkinson White
Kaffineysla syndrome
Reykingar Hjartavöðvakvillar
Háþrýstingur
Innkirtlar Sick sinus syndrome
Thyrotoxicosis Atrial myxoma
Taflu /. Ýmsar undirliggjandi orsakir gáttatifs
hjartaöng eða lungnabjúgur skal reyna
rafvendingu strax en ef svo er ekki er fyrsta
markmiðið með meðferð að lækka hjartsláttar-
tíðni niður í u.þ.b. 60-90 slög/mín918.
LYFJAMEÐFERÐ VIÐ HRÖÐUM
HJARTSLÆTTI.
Digoxin (Digoxin®, Lanoxin®) er venjulega
notað sem fyrsta lyf til þess að lækka
hjartsláttartíðni í gáttatifi í skammtinum.0,5 mg í
æð, síðan 0,25 rng í æð eftir I -2 klst. og 0,25 mg
í æð eftir 3-4 klst. Ef einkennin eru væg má að
sjálfsögðu fara hægar í sakirnar.
Ca++-blokkurum eins og Verapamíl (Is-
optin®, Geangin®) 2,5 - 5 mg, mjög hægt í æð
eða 40 mg x 2 p.o. er oft bætt við ef lækkun
hjartsláttartíðninnar er ekki nægjanleg. Hafa ber í
huga að verapamíl hækkar gildi dígoxíns í blóði
um helming. Diltíazem (Korzem®, Cardizem®,
Entridyl®) hefur verið Htið notað á íslandi til að
meðhöndla gáttatif og er ekki skráð stungulyf.
Til að lækka hjartsláttartíðni með dígoxíni má
líka nota þ-blokkara , t.d. metóprólól (Sel-
oken®, Betasel) 5 mg rólega í æð (má endurtaka
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
13