Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 122

Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 122
SJÓNBRAUTIR en ekki endilega í sjóntaug. Ekki er enn ljóst hvort þessi aðferð er nothæf fyrir athuganir á súrefnisþurrð og áhrifum hennar, t.d í sykursýki, þótt svo virðist (45). Margar rannsóknastofur eru nú að athuga klínískt notagildi þröskuldssvars stafa. Litlar sem engar breytingar virðast verða í því við gláku (20) né við hrörnun sjóntaugar (28), svo ljóst þykir að ganglion frumur eru ekki þáttur í þessu svari. SJÓNRÆNT VAKIÐ HEILARAFSVAR (VISUAL EVOKED POTENTIAL, VEP). Þegar heilarit (electroencephalogram, EEG) er skráð og geymt í tölvu er hægt að fá fram svar senr tengist skynhrifum eða rafvirkni í skynbrautum. Svörun af þessu tagi sem fæst með ljósertingu kallast sjónrænt vakið heilarafsvar eða „sjónhrifrit“ (visual evoked potential, VEP). Þetta fæst með svipuðum hætti og mynstur- sjónhimnurit (PERG), þ.e. tekið er meðaltal af heilariti sem skráð er í minnst 100 msek eftir ljósertingu af einhverju tagi. Til þess að fá fram einhvert áreiðanlegt merki er nauðsynlegt að nota minnst 100 ertingar, og reikna síðan meðaltal af þeim með tölvunni. Hugsunin er sú að við töku meðaltals hverfur „hávaði“ (noise) (þ.e. merki í heilariti ótengt svari heilans við ertingunni) en eftir situr „svar“ (signal) við ertingu. Með fleiri ertingum fæst betra hlutfall milli „hávaða“ og „svars“ (signal-to-noise ratio), en það er einnig hægt að bæta með því að nota rafsíur með þrönga bandvídd. „Signal-to-noise ratio“ hækkar í hlut- falli við kvaðratrótina af fjölda svara sem tekið er meðaltal af. Taugavirknin sem er skráð með VEP er fyrst og fremst virkni fruma í sjónberki (visual cortex) heilans en ef fram kemur óeðlilegt svar geta orsakir verið nánast hvar sem er í sjónbraut, allt frá litþekju (pigment epithelium) að sjónberki. Seinkun í dvöl er þó oftast vegna truflana í sjóntaug eða aftar, þ.e. leiðsluhraði sjóntaugar eða taugaþráða frá lateral geniculate nucleus (LGN) í stúku (thalamus) hefur minnkað af einhverjum sökum, þótt þetta beri ávallt að túlka varlega. Þess ber þó að gæta að vægi miðgrófar (macula) er mjög mikið í VEP þar sem hlut- fallslega hátt hlutfall taugaþráða sjóntauga tlytja boð þaðan, og hlutfallslega miklu „plássi“ í sjónberki er varið í úrvinnslu taugaboða frá miðgróf. Því kemur ekki á óvart að truflanir í miðgróf hafa veruleg áhrif á spennu og dvöl VEP (10), og ber að hafa í huga ef ætlun er að kanna leiðsluhraða taugaþráða með því. Mismunur í leiðsluhraða rnilli sjóntauga kemur fram í mismun milli augna í VEP, og sést oft í optic neuritis, sem er oft undanfari heila-og mænusiggs (multiple sclerosis). Erfitt er, og hæpið reyndar, að bera saman spennu VEP á milli einstaklinga; það er talsverður breytileiki rnilli einstaklinga að því leiti, en hins vegar er raunhæft að gera samanburð milli augna sama einstaklings, og milli athugana á sama ein- staklingi. Ef spenna VEP er hins vegar um 2-3 staðalfrávikum fyrir neðan eðlileg viðmið er það talið óeðlilegt, sérstaklega ef jafnframt er seinkun í dvöl. Algerlega flatt VEP mun vera sjaldgæft hjá fólki með eðlilega sjón, en okkur er tjáð af kunnugum að þess séu dæmi! Tímamunur er á milli PERG og VEP (oftast mælt P50 í PERG og P100 í VEP), og má skoða sem leiðslutíma frá sjónhimnu til sjónbarkar (retinocortical time, RCT). Fátt virðist hafa áhrif á þennan leiðslutíma (sem er um 55 msek í eðlilegu fólki að meðaltali) annað en leiðsluhraði frá sjónhimnu til sjón- barkar (16). Þetta þýðir að ef finnst seinkun í dvöl VEP en ekki PERG er vandinn í sjóntaug en ekki sjónhimnu. T.d. ský á augasteini (cataract) veldur seinkun í bæði PERG og VEP, en leiðslu- tíminn (RCT) er eðlilegur; birtumagnið sem fellur á sjónhimnu hefur engin áhrif á RCT. í optic neuritis (truflun í sjóntaug) getur RCT farið upp í >100 msek. (16). Truflanir í miðgróf (maculopathy) hafa veruleg áhrif á bæði PERG og VEP en ekki á RCT (10). Það er því æskilegt að mæla bæði PERG og VEP við greiningu á 112 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.