Læknaneminn


Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 49

Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 49
BÆPASS ÖRSTUTT HUGLEIÐING UM KOSTI KRANSÆÐASTÍFLU Flosi Ólafsson Ég hef uppá síðkastið verið að hugsa heilmiki um dauðann. Þetta er líklega vegna þess að ég er að bíða eftir því að fara í bæpass á Landspítalanum en það er það kallað á læknamáli þegar maður er opnaður að framan, pumpan tekin uppúr kassanum og lappað uppá hana svona einsog á verkstæði. Svo er hún sett í aftur, tengd og lokað fyrir. Tíminn leiðir síðan í ljós hvort maður drepst af þessu eða rís alheill upp aftur einsog nýsleginn túskildingur. Já ég er semsagt að bíða eftir að fara í bæpass -hm!- Mér var ungum kennt að ekki ætti að kippa sér upp við það þó af væri fóturinn, fráleitt væri að ganga haltur ef báðir fætur væru jafn langir og að á banabeðnum væri aulafyndni og góðir fímmaurabrandarar vei við hæfi. Vera töff, einsog það er kallað í dag. Sannleikurinn er raunar sá að mjúkir menn hefðu, þegar ég var að vaxa úr grasi, verið kallaðir veimiltítur og þótt óalandi og óferjandi, enda var og er mín kynslóð mestanpart fífldjarfar hetjur og ofurmenni sem flestir eru búnir að ganga sér til húðar eða drepa sig af einskærri karlmennsku. Ég og mínir líkar eru semsagt karlmenni -hm!- Því að vera svona mikið karlmenni fylgir dálítil kokhreysti sem gæti bent til þess að maður væri talsverður kjarkmaður en sannleikurinn er sá að ég er - einsog sagt var um þá sem misstu nöfundur er hrossabóndi í Borgarfirði móðinn í gamla daga - ég er alveg að skíta hjartanu og það í orðsins fyllstu merkingu. Og það útaf einu smá bæpassi. Karlmennskan er nú ekki meiri en það. Sem betur fer vill nú þannig til að eftir að ég hætti að reykja og drekka hef ég tamið mér að að líta á bjartari hliðatnar á lífinu og tilverunni þegar að mér sverfur. Þessvegna er það að ég sit um þessar mundir dægrin löng á rúmstokknum, ræ í gráðið og hugleiði hvað því fylgja margir kostir að vera hjartasjúklingur, ég meina úr því maður þarf endilega að vera með einhvern andskotann. Kransinn er nefninlega ekki eins slæmur og margur hyggur og ærin ástæða til að leiða hugann að þvi hvað getur helst orðið til þess að gera kransæðastíflu eftirsóknarverða. Það fer ekki milli mála að kransinn veldur jafnvel hugdjörfustu mönnum, einsog mér, talsverðum kvíða. Kvíði lýtur að vissu leyti sömu lögmálum og sársauki. Allir vita hvað skeður þegar maður ineð slæma tannpínu fær ennþá verra botnlangakast. Tannpínan hverfur einsog dögg fyrir sólu einfaldlega vegna þess að botnlangakastið er sársaukafyllra. Það er óhætt að ganga útfrá því sem vísu að sárasti verkurinn sem hrjáir skrokkinn deyfi annan sársauka. Sama má segja um kvíðann. Þegar maður er að fara í bæpass hættir maður að hafa áhuggjur af ástandinu í Beirút í Líbanon, vegalagningu í uppsveitum Borgarijarðar, örlögum Þjóðvaka og kvennalistans, já maður hættir meira að segja að liggja andvaka útaf þeim mikla harmleik sem LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg. 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.