Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 118

Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 118
SJÓNBRAUTIR fremst N95, meðan a- og b-bylgjur og sveiflu- spennur ERG eru eðlilegar (39). Vandinn er ekki í fremri hluta augans heldur sjóntaug og sjón- berki. Arden og Wooding (1) gerðu mjög at- hyglisverða athugun á 65 börnum með amblyopia sem sum (12) komu til mælinga á PERG sama dag og lappi var tekin af eðlilega auganu vegna meðferðar. Þau rnældu hlutfallið milli spennu PERG milli augna (amblyopia- /normal) og fundu að þau börn sem voru að koma úr þessari meðferð höfðu hlutfallið 1 og sum jafnvel hærra! Þau sem höfðu ekki fengið meðferð eða hún ekki skilað árangri höfðu hlutfall langt fyrir neðan 1. Lengri athugun á þeim 12 sem voru að koma úr meðferð sýndi að þau börn sem héldu eðlilegri sjón (acuity) höfðu áfram hlutfallið 1 en hin sem sjón versnaði hjá fóru niður fyrir 1 í hlutfalli PERG milli augna. Þetta bendir til að þroski sjóntaugar er mikil- vægur í þessari nreðferð við amblyopia, og að hægt er að nota PERG til að sjá plastískar breytingar við þroska sjóntauga. Þeim lesendum sem fýsir að vita meira um klínískt notagildi PERG er vísað í ágæta yfirlitsgrein þeirra Berninger og Arden (7) um mynstur- sjónhimnurit. SVEIFLUSPENNUR (OSCILLATORY POTENTIALS). Þegar sjónhimnurit er vakið með stuttum Ijósáreitum er stundum hægt að greina einskonar aukasveiflur í b-bylgju. Þetta er háð þáttunr eins og birtumagni ertingar og aðlögun að ljósi og rökkri, og greinist stundum illa nema reynt sé að vekja þær með sérstökum aðferðum. Hentugasta leiðin er að breyta bandvídd skráningarmagn- arans þannig að notuð er riðstraumsskráning með þrengra tíðnisvið en venja er. Oftast er notuð bandvídd á bilinu 1-1000 Hz þegar tekið er klínískt sjónhimnurit. Sést þá greinileg a- og b- bylgja. Efþessi bandvídd er þrengd í 100-1000 Hz og notuð meiri mögnun en við venjulega töku ERG minnkar b-bylgja í nánast ekkert enda er grunntíðni hennar um 6 Hz, og einnig minnkar a-bylgja. Með þessari aðferð sjást þá hins vegar 4-5 spennubreytingar í ERG senr við leyfum okkur að kalla á íslensku sveifluspennur (oscilla- tory potentials). Talið er að þessar sveifluspennur eigi sér uppruna í virkni fruma í innri hluta sjónhimnu, og þá líklega sérhæfðri gerð af amacrine frumum er losa taugaboðefnið dopamine og etv. fleiri gerðum amacrine fruma (34). Ekki hefur þó fengist afgerandi staðfesting á því atriði, en flest bendir til þess að „uppspretta“ þessara spennu- breytinga sé ekki að finna hjá ljósnemum, horizontal frunuim, ganglion frumum eða Miiller frumum. Ekki hefur hins vegar tekist að útiloka amacrine eða bipolar frumur. Ymis tauga- boðefni, sérstaklega hamlandi boðefni eins og GABA, glycine, og dopamine, hafa áhrif á svefluspennur við lágan styrk (34,40). Líklegt er að þessi efni verki þá á þær taugafrumur sem eru uppspretta svefluspenna, og menn hafa sett fram tilgátur um „uppsprettur“ út frá verkan þessara boðefna. Vandinn er hins vegar sá að þessi taugaboðefni eru ekki mjög sérhæfð og losuð um taugafrumumót milli margra tegunda taugafruma í sjónhimnu. Mestur styrkur þeirra og staðsetning er þó í amacrine frumum (11) og því hafa rnenn eðlilega beint sjónum að þessum frumum sem mögulegri uppsprettu sveifluspenna. Vitað er að amacrine frumur losa t.d. taugaboðefnið GABA á hvor aðra (feedforward) en einnig á tvískauta- frumur með afturkasti (feedback). Því eru báðar gerðir fruma hugsanlegar uppsprettur sveifluspenna, og verkan GABA getur því ekki skorið úr um þetta atriði. Hinsvegar eru a.m.k þrjár gerðir af viðtökum (receptors) fyrir GABA í sjónhimnu, kallaðir GABAa, GABAb og GABAc viðtakar. Dreifing þeirra er nokkuð sérhæfð, og því hægt að nota sérhæfða hamlara og örvandi efni (agonists) til að verka á þessa viðtaka. Talið er, út frá raflíf- eðlisfræðilegum niðurstöðum (innanfrumu- skráningum, bútþvingun(patch clamping)) að GABAa viðtakar séu á horizontal, bipolar og 108 LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Læknaneminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknaneminn
https://timarit.is/publication/1885

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.