Læknaneminn - 01.10.1995, Blaðsíða 85
ALÞJÓÐASAMTÖK LÆKNANEMA
Hjalti Már Björnsson, Björg Þorsteinsdóttir
og Berglind Gerða Libungen
IFMSA - International Fed-
eration of Medical Students
Associations eða alþjóðasamband
læknanemafélaga, sem Félag
læknanema er aðili að, hélt sitt
44. allsherjarþing í Barcelona
dagana 5. til 11. águst í ár. Áður
en þingið hófst var haldin árleg
ráðstefna IFMSA þar sem að
þessu sinni var fjallað um
almannaheilbrigði. Fyrir hönd
Félags læknanema sóttu greinar-
höfundar þessa fundi, Hjalti Már
og Björg, á kostnað stúdenta-
sjóðs, og Berglind Gerða, sem
greiddi ferðakostnað sinn sjálf.
Allsherjarþingið var almennt talið mjög vel
heppnað. Flesta daga voru skipulagðir fundir, níu
tíma á dag, auk þess sem fulltrúar notuðu tímann
milli funda til margvíslegrar vinnu. Eftir hvern
vinnudag voru síðan haldnar veislur sem stóðu
langt fram eftir nóttu. Einnig gafst einhver tími
til skoðunarferða í hinni dásamlega fallegu borg,
Barcelona.
Þingið sóttu rúmlega 320 fulltrúar læknanema
frá 51 landi. Á þingið mættu í fyrsta skipti
fulltrúar Nepals og Taiwan, auk þess sem þingið
Sóttu loks fulltrúar frá Suður Afríku eftir
áratugafjarveru vegna apartheit. Kanada, Malta,
Mexíkó, Armenía, Suður Afrika og Tatarstan
(Rússland) urðu fullgildir meðlimir IFMSA á
þessu þingi.
Höfundar eru lœknanemar við Háskóla Islands og
meðlimir stúdentaskiptanefndar.
Fyrir utan venjuleg þingstörf og stjórnarskrár-
breytingar í margar heldur óspennandi klukku-
stundir voru miklar og fjörugar umræður á
þinginu. Miklar deilur voru um það hvort
IFMSA ætti að standa fyrir alþjóðlegum vísinda-
ráðstefnum læknanema þar sem læknanemum
gæfist kostur á að kynna niðurstöður vísinda-
rannsókna sinna. Við vorum heldur mótfallin
hugmyndinni þar sem við töldum að slíkt þing
myndi ekki skila miklum árangri. Markmikið
með því að kynna rannsóknaniðurstöður á þing-
um teljum við vera að fá gagnrýni á þær frá fólki
sem hefur nægilega þekkingu á efninu til þess að
gagnrýna. Okkur finnst að slíka gagnrýni sé ekki
að fá á þingum læknanema og því hefðu slíkar
ráðstefnur meira félagslegt gildi en vísindalegt.
Við og fulltrúar flestra Norðurlandanna töldum
því að IFMSA ætti frekar að beina kröftum
LÆKNANEMINN 2. tbl. 1995 48. árg.
75